Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 49
IÞRÓTTABLAÐIÐ
39
fór hann í 2., en 4,20 m. í 1. stökki. Ætl-
aði fagnaðarlátunum þá aldrei að linna.
4,30 felldi hann þrisvar, en það hefði
annars verið nýtt Evrópumet. Árangur
hans — 4,20 m. —• er glæsilegt afrek
og nýtt vallarmet. Stigin: Noregur 57,
Island 42.
Islendingar að sækja sig.
1 400 m. urðu þau óvæntu úrslit að
báðir íslendingarnir urðu á undan öðr-
um Norðmanninum, Per Dokka. Vade
hafði yfirburði eins og fyrri daginn,
en Reynir og Magnús virtust hugsa um
það eitt að vera á undan Dokka og tókst
það báðum. Virtist hann vera eitthvað
eftir sig frá því í boðhlaupinu, því tími
hans var óvenju slæmur. Reynir og
Magnús hlupu báðir á persónulegum
metum. Stig :Noregur 63, Island 47.
Haukur setur annað met.
1 grindahlaupinu sýndi Haukur mjög
áþreifanlega hversu harður keppnismað-
ur hann er. Þrátt fyrir skrykkjótt hlaup
yfir fyrstu grindurnar tókst honum að
ná Garpestad yfir næst síðustu grind
og verða vel á undan í markinu. Tíminn
var nýtt ísl. met 1/2 sek. betra en það
gamla, sem Skúli setti 1947. Garpestad
var stutt á eftir, en hafði tafizt nokkuð
á því að fella grindur. Það sama hafði
og hent hinn Norðmanninn, Arneberg,
sem tókst þó að hrifsa 3. verðlaun frá
kunningja sínum Skúla Guðmuiidssyni.
Stóð Skúli sig þó prýðilega með tilliti
til þess hve lítið hann hefir getað æft
grindahlaup i ár. Stig: Noregur 68, Is-
land 53.
Bezta afrek mótsins.
Ramstad hafði að sjálfsögðu mikla
yfirburði í kringlukastinu. Er kast hans
bezta afrek mótsins samkv. Alþjóðastiga-
töflunni, gefur 1011 stig. Friðrik gekk
inn í stað Huseby og sýndi góða keppnis-
hæfileika. Voru þeir Ólafur ekki ýkja
langt á eftir hinum Norðmanninum. Nú
hafði Noregur 76 stig, en ísland 56.
Efst: Kaas í stangarstöklcinu. 1 miðið
sjást 100 m. hlaupararnir eftir viðbragð-
ið og neðst í markinu: Haukur á j. br.
Bloch á 3. Johansen 2. og Örn á 1. br.