Íþróttablaðið - 01.11.1979, Síða 6
A heimavelli
Evrópukeppnin mikið
fjárhagslegt hættuspil
Hin ágæta frammistaða
IBK í Evrópubikarkeppninni í
knattspyrnu hafði ekki ein-
tómar bjartar hliðar. ÍBK varð
nefnilega fyrir gífurlega miklu
fjárhagslegu tjóni af þátttöku í
keppninni, og er tapið senni-
lega nokkrar milljónir. Til þess
að komast sléttir út úr þátt-
tökunni þurftu Keflvíkingar að
fá 5000 áhorfendur á leik sinn
við Brno á Melavellinum, en
Úrval sparibauka
þar voru áhorfendur um 1700,
sem verður þó að teljast gott,
miðað við árstíma og veður. Er
greinilegt að þátttaka í
Evrópubikarkeppninni er orð-
ið mikið hættuspil fyrir íslensk
lið, sérstaklega ef þau standa
sig vel og komast í aðra um-
ferð.
Skúla
misheppnaðist
íslensku kraftajötnarnir
sem kepptu á heimsmeistara-
mótinu í kraftlyftingum, sem
að þessu sinni fór fram í
Bandaríkjunum gerðu það yf-
irleitt gott. Reyndar mis-
heppnaðist þeim sem mestar
vonir voru bundnar við, Skúla
Óskarssyni, í fyrstu grein þrí-
þrautarinnar, m.a. vegna þess
að hann sprengdi utan af sér
stálbuxurnar, en aðrir bættu
þetta óhapp upp. Þannig setti
til að mynda Vestmannaeying-
urinn Gunnar Steingrímsson
nýtt Evrópumet í sínum
þyngdarflokki og Akureyring-
urinn Arthúr Bogason, sem
stundum er kallaður „Norður-
hjaratröllið“ lyfti hvorki meiru
né minnu en 342,5 kg. í rétt-
stöðulyftu, sem er mesta þyngd
sem vitað er til að íslendingur
hafi lyft.
6