Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 13
áður. Ég var eins og margir aðrir,
sótti dansstaðina í þessum frí-
stundum, hafði gaman af að fá
mér neðan í því og fylgja eftir
gleðskapnum. Ég kynntist því
þarna að við íslendingar eru
ósjálfstæðasta sjálfstæða þjóð
veraldar. Hér er fylgst með
manni, hverri hreyfingu. Og hér
öfundast allir út í alla og
samanburðarsýkin er okkur
hættuleg. Fólk er sífellt að bera
sig saman við aðra og öfundast út
í þá sem skara fram úr.
Annars áttaði ég mig fljótt á að
öl er annar maður en ekki innri
maður, eins og oft er sagt. Ég
ætlaði ekki að brenna mig á slíku
og fékk fræðslu um þetta mesta
vandamál okkar þjóðfélags. Og
ég ákvað að hætta að leika mér að
eldinum, lenda ekki í þessum
heljargreipum, það er engin
ástæða til að láta Bakkus um-
breyta sér.
Áfengisvandamálið okkar er
stórt, hér er tíundi hluti þjóðar-
innar ofurseldur Bakkusi og í
rauninni er það ekkert betra að
vera fínn róni en venjulegur
Hafnarstrætisróni. Þar er bara
stigsmunur á milli.
Annars hef ég engin framtíð-
arplön í þessum málum. Ég finn
hins vegar að upp á síðkastið
hefur mér gefist tóm til að átta
mig betur á sjálfum mér og mínu
lífi. Áður fyrr gafst eiginlega
enginn tími til slíks. En það verð
ég að segja að slíkt er nauðsynlegt
hverjum manni, og líklega gera
það allt of fáir að reyna að botna
eitthvað í sjálfum sér“.
— Nú hefur fólk oft á orði að
íþróttamenn fari illa með áfengi.
Hvað er hæft í því?
„Það er rangt. íþróttamenn eru
yfirleitt mun hófsamari í þessum
efnum en þorri fólks. Auðvitað
eiga þeir það til að kætast í góð-
um hópi, en það er sjaldgæft að
þar komi upp vandamál.
íþróttafréttamenn hafa líka
fengið sinn skammt. Og satt að
segja var mjög leiðinlega vegið að
Hermann og fjölmiðlarnir
Hermann hefur starfað að fjöl-
miðlun frá því að hann var
unglingur — reyndar með hlé-
um á milli. Efsta myndin er tekin
af honum i starfi hjá Vísi sum-
arið 1968. Myndin hér að ofan
var tekin er Hermann var að
taka útvarpsviðtal við Rudi Krol
fyrir skömmu og hér til hliðar er
Hermann sem stjórnandi ,,Lög
unga fólksinsen þvi hlutverki
gegndi hann 1966—1969.