Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 20

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 20
heppinn, þetta hafa allt verið hnífjafnir baráttuleikir. Annars erum við í sífelldum erfiðleikum með þessar lýsingar. T.d. á efri vellinum í Laugardal. Þar hópast fólk kannski saman utan um bílinn þar sem ég og tæknimaðurinn höfum aðsetur. I eitt skipti sá ég varla nema um tvo þriðju af vellinum. Það sem gerðist á þriðja hluta vallarins varð ég að geta mér til um, skáldaði inn í eyðurnar. Og það er fylgst með manni jafnóðum í útvarpstækjum, sem fólk tekur með sér á völlinn. Einn vinur minn sagði mér eftir leikinn að lýsingin hefði verið nákvæm og góð. Ég hafði þá skáldað rétt í eyðurnar. Atvinnumaður og yfir- náttúrlegir hlutir hlutir Ef þú mættir ráða í dag. Hvort mundirðu vilja vera fréttamaður á íþróttasviðinu eða atvinnu- knattspyrnumaður erlendis? „Ég er mjög ánægður eins og ég er í dag. Ætli ég mundi nokk- uð vilja skipta. Ég kynntist at- vinnumennskunni á árum áður. Lék með austurríska liðinu Eisenstadt 1969 til 1970. Það var lærdómsríkur tími. Okkur gekk vel til að byrja með. Síðan fór að ganga ver. Þjálfaranum Pfeiffer var sparkað og eftir það undi ég mér miklu verr í Austurríki. Raunar var mér boðinn ágætur samning- ur hjá einu besta liði V-Þýska- lands, Rotweiss Oberhausen. En af persónulegum ástæðum varð ég að hafna því góða boði. Mér hefur alltaf sviðið það síðan. í staðinn gerðist ég leikmaður og þjálfari hjá Akureyringum sumarið 1970. Þetta var ágætt fólk og ég kunni vel við norðan- menn. Jón Sigurgeirsson, skólastjóri var þó sá maðurinn sem ég kunni alltaf best við. Ég leigði hjá hon- um og hans fólki. Þegar þetta var, átti ég við meiðsl að stríða. Hjá Jóni var þá breskur andalæknir, Á æfingu Hér æfir Hermann á Valsvellinum við Hlíðarenda. maður kominn yfir áttrætt. Jón hvatti mig eindregið til að koma á fund. Og það var úr. Auk graftarkýlis sem vildi ekki hafast við, hafði ég fengið spark fjórum árum áður, og eftir leiki settist að þreyta á þeim stað, þannig að ég haltraði gjarnan. Læknirinn fór höndum um fótinn og virtist finna gömlu meinsemdina, auk þeirrar sem sjáanleg var. Ég fór síðan og stjórnaði æfingu ÍBA, eins og til stóð. Um nóttina virtist þetta allt hverfa. Ég var orðinn alheill af þessum fótameinum. Maðurinn hafði þó ekki gert annað en að fara höndum um fótinn. — Trúirðu á yfirnáttúrlega hluti, Hermann? „Ég tel allavega að hlutir sem ég get ekki útskýrt, geti verið til. Ég útiloka ekki neitt. Allavega var þetta skrítin tilviljun. Annars Framhald á bls. 47 20

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.