Íþróttablaðið - 01.11.1979, Page 22
Frá ensku samlokunum
í ítölsku stórsteikurnar
Sú hlið sem snýr að flest-
um unnendum kappaksturs
og akstursíþrótta bregður
ævintýraljóma á líf þeirra
manna er stunda þessar
íþróttagreinar. Þeir keppa
ekki aðeins hver við annan á
kappakstursbrautunum,
heldur og við hættuna og oft
hefur verið sagt að dauðinn
sé laumufarþeginn í bílum
þeirra. Þá fjalla fjölmiðl-
arnir fremur um ævintýra-
legar tekjur þeirra er skara
framúr í íþróttinni, en þá
gífurlegu vinnu sem þeir
verða að skila til þess að ná
árangri. Fáir íþróttamenn
æfa öllu meira en kappakst-
ursmennirnir, og víst er að
þeir sem lengst hafa náð,
halda nánast til á æfinga-
völlunum.
Einn þessara manna er S-Afr-
íkubúinn Jody Scheckter, sem
um árabil hefur verið í fremstu
röð kappakstursmanna í
„formúla 1“ keppninni, þ.e. ekið
bílum af kraftmestu gerðinni.
Scheckter, sem að undanförnu
hefur ekið fyrir Ferrari, þykir
22