Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 27
840 kíló-
metra akst-
ur til og frá
vinnu og 3
tímar við
æfingar.
lagt af stað aftur og nú gefið í
meira en áður. Það er manni
mjög til hjálpar að við brautina
hef ur verið komið upp ljósatöflum
sem gefa upplýsingar um hversu
lengi maður hefur verið að aka
hringinn.
Þetta er aðeins venjulegur
dagur, ekki gerð tilraun til þess
að setja nýtt met á brautinni.
Besti tíminn sem ég fæ á hring er
1:12,0 mín., en Gilles á metið
1:08,7 mín. Ég hugsa með sjálf-
um mér að einn góðan veðurdag
muni ég bæta það í 1:08,0 mín.,
en það verður að bíða betri tíma.
Við spörum bílana, því fram-
undan er Grand-Prix keppni og
þá betra að allt sé í góðu lagi.
Eftir þennan æfingaakstur ræða
tæknimennirnir við okkur, leita
álits á bílunum og biðja um
uppástungur frá okkur um hvað
betur mætti fara.
Upplýsingunum safnað
saman
Allt er orðfð mjög fullkomið á
þessari æfingabraut. Sjálfvirk
tímataka sem sendir upplýsingar
til tölvu, sem síðan geymir þær og
vinnur nánar úr þeim. Hvar á
brautinni náðist mestur hraði,
hvar var dregið óþarflega mikið
úr ferðinni og s.frv. Allt kemur
þetta til góða þegar út í sjálfa al-
vöruna er komið.
Ég er einn af fáum sem hef
fengið leyfi til þess að aka bíl af
annarri tegund en Ferrari á þess-
ari æfingabraut. Þegar ég vann
hjá Wolf og við vorum að reyna
nýja bíla herti ég upp hugann og
bað Ferrari að leyfa okkur að æfa
okkur á brautinni hans. Öllum til
mikillar furðu sagði hann já.
Síðar komst ég að því að hann
vildi fá tækifæri til þess að sjá mig
undir stýri og hvernig ég æfði.
Ferrari sjálfur er nefnilega aldrei
viðstaddur Grand-Prix keppni.
Þá kann einnig að hafa ráðið
nokkru um að leyfi þetta fékkst
að tæknimennirnir hjá Ferrari
voru forvitnir að sjá hina nýju
gerð Wolf-bílanna.
Heim á leið
Um klukkan fimm fer að kólna
og þá ljúkum við æfingum okkar.
Við ökum bílunum í „pittinn“ og
þar taka tæknimennirnir við
þeim. Síðan förum við í bað og
klæðum okkur, fáum okkur
ávexti og súkkulaði, en ég tek
alltaf svolítið nesti með mér til
þess að borða á heimleiðinni.
Aksturinn á leiðinni heim er
jafnvel enn leiðinlegri en á
morgnana. Ég stilli útvarpið hátt
og hlusta á skemmtilega músik á
leiðinni heim.
Fyrir mig þýðir Monaco friður
og ró. Þar er gott að eiga heima
og ég nýt þess vel ef frí gefast, en
það er tiltölulega sjaldan.
Eftir 840 kílómetra akstur til og
frá vinnunni og þriggja klukku-
stunda setu undir stýri á kapp-
akstursbrautinni, er maður
venjulega orðinn dauðþreyttur
og fer því snemma í bólið. Líklegt
er að dagurinn á morgun verði
líkur deginum í dag. Þetta kann
að virðast erfið og tilbreytingar-
lítil vinna, en þetta er starf sem ég
elska og ég vildi ekki skipta um
starf hvað sem í boði væri.
27