Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 37
Það þurfti að ræða um margt á æfingunni, og fannst mörgum strákanna það skrýtin tilfinning að æfa á svo
stórum velli. ,,Þótt Skaginn sé góður, er þetta allt annað líf, “ sagði einhver þeirra.
lok æfingarinnar voru mark-
mennirnir teknir á mjög erfiða
séræfingu og eftir hana voru þeir
gersamlega útkeyrðir. Að æfing-
unni lokinni var síðan haldið upp
á hótel og gengið til náða.
„Þið spilið fyrir
heiðurinn en ekki
fyrir peninga“
Þriðjudagurinn leið fram að
kveldi en um daginn hafði af-
slöppun verið megininntakið.
Um kvöldmatarleytið var haldið
á æfingu, sem fór fram á æfinga-
velli, rétt hjá aðalleikvanginum.
Hilpert hafði vonast til að hann
fengi að vera í friði með sína
menn til að geta farið í ýmsar
leikaðferðri og uppstillingar. En
forvitnir áhorfendur urðu til þess
að þessum atriðum var frestað
þar til að loknum fundi með
leikmönnum, daginn eftir. Æf-
ingunni lauk síðan um kl. hálf 9
og þá var farið til baka upp á
hótel.
Klukkan 11 um kvöldið var
haldinn fundur uppi á hóteli.
Hilpert talaði þar yfir leikmönn-
um en Hörður Helgason, liðs-
stjóri, túlkaði af þýsku yfir á
móðurmálið. Hilpert byrjaði á
því að segja að forráðamenn
Barcelona hefðu neitað að gefa
upp byrjunarliðið daginn eftir,
eins og var annars venja. En hann
bætti jrví við að góður vinur hans
sem var þýskur íþróttablaða-
maður, hefði gefið sér upp byrj-
unarlið Barcelona. Hvaðan sem
hann hefur fengið þá vitneskju
þá stóðst þessi spá hans þegar til
kom. Hilpert fór síðan nokkrum
orðum um lið Barcelona og tók
hvern leikmann þeirra fyrir og
sagði hvað helst þyrfti að varast.
Eins og gefur að skilja gætti
nokkurrar taugaspennu meðal
ÍA-strákanna. Hilpert reyndi að
stappa i þá stálinu og hvatti þá til
að bera enga virðinu fyrir „millj-
ónadollaramönnunum“. Hann
var einnig smeykur um að hinn
mikli áhorfendaskari myndi
skjóta leikmönnum skelk í bringu
en hann kom til með að verða
ólíkt meiri heldur en íslendingar
eiga að venjast.
Strax og fréttist að dómari
leiksins yrði frá Möltu leist
Skagamönnum ekki á blikuna.
Þegar áður en lagt var upp í
ferðina var talað um að hann
myndi ekki þora að dæma „rétt“,
ef svo má segja, af ótta við hina
blóðheitu Spánverja. Hilpert
lagði ríka áherslu á að leikmenn
myndu ganga eins langt og dóm-
arinn leyfði og harkan og
ákveðnin yrði það sem gilda
myndi í leiknum.
Lokaorð Hilperts á fundinum
voru þessi: „Ef að Barcelona
vinnur leikinn á morgun, fær
hver leikmaður 150 þúsund pes-
eta eða tæpa eina milljón ís-
lenskra króna. Þó að þið standið
ykkur vel fáið þið ekki eina ein-
ustu krónu. Aftur á móti vinnið
þið heiðurinn og hann er miklu
37