Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 39
Á fundinum, þarsem farið varyfir leikkerfin og rættum lið Barcelona létu menn fara vel um sig, eftir því sem hægt var, en hugurinn hefur þó sjálfsagt verið í töluverðu uppnámi. meira virði heldur en miklir pen- ingar“. Fundinum lauk síðan um miðnættið og fóru menn þá beint í bólið enda var erfiður dagur framundan. Koma í A vakti mikla athygli Strax við komuna til Barce- lona, á sunnudagsnóttina, voru fréttamenn mættir á staðinn og ljósmyndarar mynduðu hópinn í bak og fyrir. Koma Skagamanna til borgarinnar vakti mikla athygli og eflaust hefur hin óvænta og góða frammistaða liðsins í Reykjavík átt sinn þátt í því. Fréttamenn eltu hópinn einnig í skoðunarferðina á mánudeginum og komu langar frásagnir af liðinu í mörgum helstu íþróttablöðum borgarinn- ar. „Akranes" var á hvers manns vörum og allir kepptust um að fá merki og veifur með nafni fél- agsins. Hinir heppnu voru yfir sig hrifnir og fljótlega voru merkja- birgðirnar uppurnar. Barcelona-liðið var undir nokkurri pressu, bæði frá fjöl- miðlum og almenningi á þessum tíma því að frammistaða liðsins vikuna á undan þótti ekki vera næstum því nógu góð. Fyrst var það leikurinn við Akranes í Reykjavík og síðan hafði liðið gert jafntefli á heimavelli í síðasta deildarleik. Jafntefli á heimavelli jafngildir stórtapi í augum áhangenda liðsins og fjölmiðlar voru óhræddir að láta óánægju sína í ljós. Til marks um það má nefna að á forsíðu eins íþrótta- blaðsins eftir jafnteflisleikinn var mynd af liðinu, sem tekin var í bakið á leikmönnum, þegar liðið stillti sér upp fyrir myndatöku fyrir leikinn. Þannig sýndi blaðið liðinu mikla óvirðingu og fyrir neðan myndina stóð aðeins eitt orð: „Negativo“, sem þarfnast ekki skýringar við. Allir gerðu þá kröfu á hendur liðinu að aðeins stórsigur yfir Akranesi væri viðunandi. Alls- staðar þar sem Skagamenn fóru var sú skoðun látin uppi að þeir myndu skíttapa og voru tölurnar allt frá 7—0 upp í 18—0. Þannig var það altalað að Barcelona myndi standa og falla með úr- slitum leiksins á móti Akranesi. Talar íslensku eftir aðeins nokkurra mánaða dvöl Eins og fram hefur komið er þjálfari Skagamanna Klaus Hilpert. Hann er þjóðverji og hefur hann þjálfað Skagamenn í eitt keppnistímabil. Þrátt fyrir þennan stutta tíma sem hann hefur dvalist hér á landi, getur hann tjáð sig að mjög miklu leyti á íslensku og hann skilur mest allt sem við hann er sagt. Hilpert segir sjálfur að það sé nauðsyn- legt fyrir þjálfara að tala móður- mál leikmanna því annars sé hætta á að þeir skilji hann ekki og öfugt. Þannig stjórnar Hilpert æfingum sínum á íslensku en aftur á móti lætur hann þýskuna nægja á fundum og þar nýtur hann dyggrar aðstoðar Harðar Helgasonar, svo sem minnst var á áðan. Hilpert hefur kunnað mjög vel 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.