Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 45

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 45
og íþróttafélög (team doctors). Gildir þetta bæði fyrir áhuga og atvinnumenn. Ekki er þar um neina skipulagða sérgrein eða sérmenntun í íþróttalæknisfræði að ræða og virðist tilviljun ráða hvers konar læknar veljast til þessara starfa. Algengast mun þó að beina- og liðskurðlæknar og endurhæfingarlæknar gegni þessu hlutverki. Háskólaíþróttir njóta góðs af almennri heilsu- verndarþjónustu við skólana, en ekki er þar almennt skyldueftirlit með íþróttamönnum. Á fræði- lega sviðinu eru framfarir mjög stórstígar í Bandaríkjunum og margir háskólar hafa kennara- embætti í íþróttalæknisfræði og skyldum greinum. Til er alþjóðasamband um íþróttalæknisfræði, Federation International Medicosportiv, samband íþróttalæknafélaga einstakra landa. Sambandið gengst fyrir alþjóðlegum ráð- stefnum um íþróttalæknisfræði. Svið íþróttalæknisfræði — skil- greining: Einhverjum gæti nú dottið í hug að spyrja: Hvers vegna þarf sérstaka íþróttalækna og íþrótta- læknisfræði? Svarið við þeirri spurningu er einfalt: íþróttameiðsli hafa í eðli sínu vissa sérstöðu og þörf íþróttamanna fyrir fljóta og virka greiningu, meðferð og endur- hæfingu er miklu brýnni en flestra annarra, af tveimur ástæðum aðallega: 1. Tíminn, sem tapast frá keppni og þjálfun meðan með- ferð fer fram, er mjög dýrmætur. Talið er að 3ja vikna hlé frá æf- ingum geti kostað um 50% minnkun á þoli og um 20-30% minnkun á vöðvakrafti á vel þjálfuðum íþróttamanni. Allt að tvöfalt lengri tíma getur tekið að ná aftur sama þjálfunar- stigi. 2. íþróttamaður getur ekki hafið keppni að nýju fyrr en hann hefur náð 100% bata. Það er staðreynd að meiðsla- tíðni er hærri meðal íþrótta- manna en almennt gerist í þjóð- félaginu. Sum meiðslanna líkjast þeim, sem almenningur hlýtur í dagsins önn, en stór hluti þeirra er sérkennandi fyrir íþróttaiðk- endur og jafnvel fyrir iðkendur sérstakra íþróttagreina. Skilning- ur á orsökum og heppilegustu meðferð, svo ekki sé minnst á möguleika til fyrirbyggjandi að- gerða, krefst þess, að læknirinn sé vel kunnugur íþróttaiðkunum, þeim aðstæðum, sem þær fara fram við og jafnvel náinnar þekkingar á einstökum íþrótta- greinum. Þessi ofannefndu atriði skýra, hvers vegna almennir læknar, sem ekki hafa áhuga á íþróttum, ná oft lélegu sambandi við meidda íþróttamenn og ná fremur lélegum árangri með læknisaðgerðum sínum, sem því miður felast stundum í ummæl- unum: „Tíminn læknar öll mein.“ — „Taktu þér frí í mán- uð“, eða jafnvel „Hættu þessu bölvuðu sprikli“. Um tíðni og eðli íþróttaslysa hefur margt verið ritað. Haft er eftir Mark Twain að eina lík- amsræktin sem hann stundaði hafi verið að fylgja tveim vinum sínum, sem höfðu iðkað íþróttir, til grafar. Þekktur norskur prófessor í læknisfræði sagði fyrir nokkrum árum í tíma- ritsgrein, að flestir dæju í rúmi sínu án þess að gera sér grein fyrir, að með iðkun íþrótta gætu þeir komist hjá því! Þrátt fyrir slík ummæli snúast fleiri og fleiri læknar um allan heim á sveif með þeim, sem v:ilja auka íþróttaiðkun almennings. Menn gera sér ljóst, að nútíma lifnaðarhættir stuðla stöðugt að minni líkamsáreynslu og hreyf- ingu, sem síðan virka neikvætt á heilsufar fólks, einkum í svo- nefndum velferðarríkjum. Hug- myndin um hópíþróttir, „TRIMM“, fær æ fleiri áhang- endur, en aukin almenn þátttaka í íþróttum mun óhjákvæmilega valda auknum fjölda íþrótta- meiðsla, sem meðhöndla þarf. Stöðugt aukin samkeppni milli einstaklinga og þjóða á íþrótta- sviðinu, einkurn ef fjármunir eru í boði eða þjóðarsómi liggur við, eykur tíðni meiðsla meðal af- reks-iþróttamanna. Tíðni íþróttameiðsla er misjöfn eftir íþróttagreinum. Hún er há í ýmsum hópíþróttum, t.d. knatt- spyrnu og í vissum skíðagreinum, svonefndum alpagreinum, einnig í kraftíþróttum eins og glímu og lyftingum. Lág er tíðnin hinsvegar í ýms- 45

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.