Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 52
upp. Forstjórinn, Alan Rothen- berger, hafði tapað um 100 mill- jónum króna á útgerð félagsins árið áður, hlustaði á það sem þjálfarinn hafði að segja, og deplaði ekki auga þegar hann heyrði hvað væri lágmarkið að bjóða þessum knattspyrnusnill- ing í laun. Hann dró ekki dul á það að hann hafði aldrei heyrt Johan Cruyff nefndan, en þegar þjálfarinn sagði honum að Cruyff gæfi Pele lítið eftir, sá forstjórinn strax í hendi sér að ef félagið fengi slíkan leikmann til liðs við sig, væri líklegt að aðsókn að leikjum þess færi vaxandi og að auðveldara yrði að auglýsa félagið. Þvottaefni? Jafnskjótt og Johan Cruyff kom til Aztecs upphófst mikil auglýsingaherferð. — Arftaki Pele var kominn, og ástæða til að bregða sér á völlinn til þess að sjá undramanninn. Sjónvarpsstöðv- ar kepptust við að taka viðtöl við Cruyff, sömuleiðis dagblöð og íþróttablöð. Fæstir vissu nokkuð um hann. Þegar Cruyff sagðist hafa leikið áður fyrr með hol- lenska knattspyrnufélaginu Ajax opinberaði t.d. einn sjónvarps- maðurinn fáfræði sína með því að spyrja hvort það væri ekki þvottaefni, og hvort þvottaefnis- verksmiðja hefði átt liðið. Við- tölin enduðu oftast á þann veg, að blaða- eða fréttamennirnir fóru með Cruyff á knattspyrnu- völlinn, þar sem hann lék listir sínar fyrir þá, og var greinilegt að margir hrifust af hæfni hans. „Johan Cruyff leikur knatt- spyrnu á sama hátt og Picasso málar“, skrifaði t.d. Jo Reed í hið þekkta tímarit „Sports Illustrat- ed“. Ekki eins umsetinn — Það átti sinn þátt í því að ég gafst hreinlega upp, sagði Johan Cruyff, í fyrrnefndu blaðaviðtali, — að ég hafði engan frið. Frétta- ,,Ég var búinn að fá nóg af knattspyrnunni í Evrópu, sem er orðin svo kerfisbundin, að menn geta ekki hreyft sig lengur..." menn fylgdu mér hvert fótmál og þegar ég var að borða á veitinga- húsum kom það oft fyrir að fólk lét mig ekki í friði, kom með munnþurrkur eða eitthvað ámóta og bað mig að gefa eiginhandar- áritun. í Bandaríkjunum hef ég fengið að vera í friði þegar knattspyrnunni sleppir. Bæði vegna þess að Bandaríkjamenn eru ekki eins uppáþrengjandi og Evrópubúar, og eins vegna þess að hér er mun minni áhugi á knattspyrnu — flestir vita nánast ekki að þessi íþrótt sé til. Johan Cruyff sagði að megin- munurinn á knattspyrnunni í Bandaríkjunum og í Evrópu væri sá að knattspyrnan væri ekki eins kerfisbundin vestra, og þar af leiðandi ekki eins góð. — í Evrópu er það þannig að ef eitt- hvert lið kemur fram með nýj- ung, eru óðar komin fjölmörg önnur, sem tekið hafa hana upp, og leikmennirnir hafa nánast ekkert svigrúm. Ef þeir bregða út af því sem þjálfararnir hafa lagt fyrir, þá ætlar allt af göflunum að ganga, sérstaklega ef það heppn- ast ekki sem þeir ætla sér. Var þurrausinn Johan Cruyff var minntur á þær yfirlýsingar sínar, er hann fór frá FC Barcelona, að hann væri algjörlega hættur að leika knatt- spyrnu. — Það er rétt að ég gaf slíkar yfirlýsingar þá, og var staðráðinn að standa við þær. Þegar ég fór frá FC Barcelona var ég orðinn svo þreyttur á knattspyrnunni, að ég þoldi tæplega að heyra hana nefnda á nafn. Ernst Happel gerði ítrekaðar tilraunir til þess 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.