Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 56
Eftir að knötturinn hefur verið
sleginn heldur handleggurinn
áfram og upp á við. Þannig
hindrar hann ekki hreyfingu inn
til leikmiðju.
Braut knattarins, eftir að hann
hefur verið sleginn, á að vera há
og löng, og hann á að falla sem
næst endalínu á vallarhelmingi
mótherjans.
Það sem helst er gert rangt:
— Fótaburður er ekki réttur.
Viðkomandi er þess vegna of
nálægt knettinum.
— Fyrsta skrefið verður að taka
beint aftur og flytja sig síðan
með samsíða skrefum út til
knattarins.
— Leikandi lendir oft of nálægt
knetti vegna rangs fótaburð-
ar.
— Staðsetning knattar er ekki út
frá líkamanum þegar hann er
sleginn.
— þungaflutningur líkamans
fer ekki fram á réttu augna-
bliki.
— Úlnliðurinn er læstur á því
augnabliki sem knötturinn er
sleginn.
• SJÓNGLERAUGU
• SÓLBIRTUGLERAUGU
• STÆKKUNARGLER
HULSTUR
og aðrar optiskar
vörur.
1 Gleraugnasalan
V______________
GEISLI H.F.,
HAFNARSTRÆTI 99,
SIMI21555,
AKUREYRI.
Æfingar
Fyrst er fótavinnan æfð, síðan
handleggshreyfingin. Þetta er
gert án knattar.
Við æfingu á höggum er notað
almennt hald. Minnst hefur verið
á annað hald. svonefnt þumal-
fingurshald. Gott er ef hægt er að
komast af án þess, því úlnliður-
inn verður stífari með slíku haldi.
Við áframhaldandi æfingar,
þ.e. eftir æfingar án knattar, er
nauðsynlegt að hafa einhvern til
þess að senda á. Gott er ef send-
ingarnar eru háar og langar,
þannig að góður tími vinnist til
þess að flytja sig til knattarins.
Þegar horft er á leik þar sem
góðir leikendur eigast við, vekur
það furðu hversu létt þeir eiga oft
með að svara knöttum með bak-
hönd uppi. Margir ungir leik-
endur sækjast eftir að beita þessu
höggi.
Bakhönd uppi er eitt erfiðasta
högg sem hægt er að slá í bad-
minton og því aðeins er hægt að
slá það sæmilega að góð tækni og
mikil æfing liggi að baki. Það er
því vafamál hvort leikendur eigi
að leggja á sig mikla og erfiða
æfingu þess vegna, enda oft hægt
að komast í gegnum leiki án þess.
Aldrei verður þó alveg fram hjá
því gengið.
56