Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 31
Orð og tunga 22 (2020), 19–37, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.3
© höfundur cc by-nc-sa 4.0.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
epík, keramík og klassík
Gerð og beyging fleirkvæðra orða sem
enda á ík
1 Inngangur
1.1 Almennt
Í íslensku er að finna nokkurn fjölda fleirkvæðra kvenkynsorða sem
enda á ík.1 Þetta eru orð eins og t.d. antík, fanatík, grafík, genetík, klíník,
lýrík, músík, mystík, pólitík, rómantík og tragík. 2 Orðin eru öll af grísk
1 Guðrún Kvaran, Jóhannes Gísli Jónsson, Katrín Axelsdóttir, Matthew Whelpton,
Veturliði Óskarsson, Þorsteinn G. Indriðason og Þórdís Úlfarsdóttir hafa lagt
greinarhöfundi lið á einn eða annan hátt við samningu greinarinnar. Gagnrýnar
athugasemdir ritstjóra og yfirlesara voru mjög góðar. Þetta ber allt að þakka. En
ábyrgðin er þó greinarhöfundar.
2 Hér eru aðeins nefnd nokkur dæmi um þessi orð en fyllri lista er að finna í Töflu 1
í fjórða hluta. Sjá nánar í athugasemdum þar. Hér verða orðin látin enda á ík; oft
Það er að vísu satt, að í blaðagreinum
mínum (sjaldan ella), læt jeg stundum
flakka alerlend orð, sem jeg veit að hver
maður með evrópeiskri mentun, skilur,
og er slíkt fyrirtaksráð til þess að knýja
fram eftirtekt lesandans, en notkun
þessara orða lætur hið íslenska máleðli í
setningabyggingu minni, algerlega ósnortið.
Halldór Kiljan Laxness
Morgunblaðið 1925
tunga_22.indb 19 22.06.2020 14:03:50