Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 20
8 Orð og tunga
damo og fl. 2012, sjá einnig Biber 2004, Biber og Finegan 1989). Á
stigbundnum þekkingarskala (e. epistemic status) Heritage (2012) um
það hvernig mælandi getur látið vitneskju sína eða þekkingu í ljós frá
því að vita lítið eða ekkert, sem táknað er K (K stendur fyrir enska
orðið knowledge), yfir í það að vera fullviss, táknað K+, lægi mælandi
þá með notkun slíkra agna ekki fjarri K+ en þó ekki yst á ásnum.
4 Hlutverk og málaðgerðarleg staða agnarinnar
hvað
Eins og fram kom í 2. kafla voru 25 dæmi í gagnasafninu um ögn
ina hvað á undan liðum sem innihalda orð fyrir tíma, magn eða heiti.
Í yfirgnæfandi fjölda dæmanna stendur hvað fyrir framan lið sem
inni heldur tölur eða önnur sértæk orð yfir tíma eða magn, eða 20
alls. Mun færri dæmi, eða aðeins fimm, voru um að liðurinn inni
héldi staðarheiti (tvö dæmi) eða önnur orð sem túlka má sem sér
tækt heiti í víðri merkingu. Um var að ræða tvö samnöfn í sértækri
merk ingu (nýrnasteinn, lega (um tiltekna hjólalegu í bifreið) og þjóð
ernislýsingarorðið íslenskur. Staða hvað er í flestum dæmanna næst
liðnum, sbr. (2) (hvað tuttuguogeinstommu skjá), en þó kemur fyrir að
hún standi á undan lið þeim sem töluliðurinn eða heitið er hluti af,
eins og sjá má í (1) (hvað fyrir tveimur árum).
Fyrst verður gerð grein fyrir hlutverki agnarinnar hvað á undan sér
tæku heiti í 4.1 og síðan á undan tíma og magnliðum í 4.2. Þá verður
stöðu agnarinnar hvað sem lagfæringu gerð skil í 4.3. Niðurstöður
kaflans verða svo dregnar saman í 4.4.
4.1 hvað á undan sértæku heiti
Í eftirfarandi dæmi eru hjónin A og B að segja vinahjónum sínum,
C og D, frá skrautlegum fjölskyldumeðlimum A (Sigga) og ýmsum
uppá komum tengdum þeim eins og þessari hér:
(3) Dópbæli: ÍSTAL (0622002)
01 B: =þetta er alveg glæponarnir í fjölskyldunni hans Sigga svo er
02 annar sem að Gísli
03 A: já
04 B: Siggi fór með honum í eitthvað dópbæli sko
05 A: já [heyrðu hvað heitir það ]
tunga_22.indb 8 22.06.2020 14:03:49