Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 71
Einar Sigurðsson og Heimir Viðarsson: Um líka í fornu máli 59
færst fram hjá hinum með frumlagsfærslu. Hríslumyndin í (32b) end
ur spegl ar þá að sagnir eins og líka eru ósamhverfar: eingöngu þágu
falls liðurinn getur færst í frumlagssætið.
Hins vegar er eðli samhverfra sagna þannig að hvor liðurinn sem
er, þágufallið eða nefnifallið, getur færst í frumlagssæti. Þess vegna
kann að koma á óvart að Wood og Halldór Ármann geri ráð fyrir að
samhverfar sagnir hafi alltaf setningagerðina í (32a), óháð því hvor
liðurinn færist. Án þess að fara náið út í greiningu þeirra er rétt að
greina frá kjarnanum í henni í örfáum orðum: Í formgerðinni í (32a)
færist rótin upp í s2hausinn og saman myndar þetta samsettan haus.
Samsetti hausinn færist svo áfram upp í s1 (og myndar þá enn stærri
haus, samsettan úr rótinni, s2 og s1). Við þetta stækkar svonefndur
fasi og það veitir nefnifallsliðnum möguleika á því að færast fram
fyrir þágufallsliðinn; við þessar færslur og stækkun fasans verða
rök lið irnir jafnfjarlægir hinum samsetta fasahaus.17 Í formgerðinni
í (32b) er rótin aftur á móti þegar hengd við s1, fyrir ofan s2L, og
þá færist s2hausinn ekki; það hefur í för með sér að fasinn stækkar
ekki og þá getur nefnifallsliðurinn ekki færst út úr honum fram fyrir
þágufallsliðinn.
Wood og Halldór Ármann (2014) halda því fram að þessar tvær
form gerðir eigi að framkalla mismunandi merkingu. Með því að
sam eina rót ina nefnifallsandlaginu (þemanu) eins og gert er neðst á
hríslu mynd inni í (32a) á hún að kveða nánar á um eiginleika þess.
Það að rótin sameinist sögninni beint í (32b) á hins vegar að verða til
þess að hún kveði nánar á um t.d. það ástand eða þá skynjun sem í
sögn inni felst. Mögulegt er að breytingin á líka frá fornu máli til nú
tímamáls sé á þá leið að líka hafi áður haft formgerðina í (32a) en hafi
nú formgerðina í (32b). Það er þó síður en svo augljóst að setn inga
gerðin í (32a) framkalli merkinguna sem líka gat haft í fornu máli.18
Wood og Halldór Ármann (2014:287) benda t.a.m. á að sögnin hugnast
hafi svipaða merkingu og líka en sé engu að síður samhverf; það sé
óvænt miðað við greiningu þeirra.
Engu að síður kann að vera að formgerð samhverfra sagna, sjá
17 Fasar eru eins konar þrep eða stig í afleiðslu setningar. Um fasa í íslensku sam
hengi má nánar lesa hjá Antoni Karli Ingasyni, Einari Frey Sigurðssyni og Wood
(2016:31–34).
18 Formgerðirnar tvær eiga einnig að skýra hvers vegna svo oft er hægt að sleppa
þágu fallsliðnum með skiptisögnum, sbr. Þetta hentar og Þetta nægir (Wood og
Halldór Ármann Sigurðsson 2014). Við fjöllum ekki um það hér; sjá einnig mót
bárur Jóhönnu Barðdal, Þórhalls Eyþórssonar og Dewey (2014).
tunga_22.indb 59 22.06.2020 14:03:51