Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 127
Svavar Sigmundsson: Úlfur í örnefnum 115
nafn, skv. orðabókum. Í örnefnaskrá Bólstaðarhlíðar er gilið nefnt
Ylfisgil og þar er einnig Ylfisgilslækur. Sú orðmynd, *ylfir, er heldur
ekki til í orðabókum. Vafalaust á orðið skylt við úlf og leiðir hugann
að hinum ýmsu Úlfsnöfnum sem eiga við gil og læki.
3 Úlvs-örnefni í Færeyjum
Færeyski fræðimaðurinn Eivind Weyhe hefur tekið saman eftirfarandi
greinargerð um örnefni kennd við úlf í Færeyjum sem ég hef þýtt á
íslensku:
„Úlvsá og Úlvsgil eru lítil, innangarðs í Kvívík, á sama stað. Ég þekki
enga aðra skýringu á Úlvsá og Úlvsgili en að forliðurinn sé manns
nafnið Úlvur.
Úlvsskor er skor í Seyrvágsbjørgum, sögð vera “1 frælsi” þ.e. beit
fyrir eina kind. Í sömu björgum eru líka Atlaskor og Bessaskor.
Úlvshagi(n) á Kirkju í Fugloy. Hagi merkir vanalega úthagi, en þetta
er í heimahaganum (fæ. bønum).
Úlvisgjógv er gjá í Nesi í Hvalba. Kortagerðarmenn danska her for
ingja ráðsins (Generalstaben) 1899 skrifuðu „Ulversgjegv“, sem þeir
breyttu í „Úlvsgjógv“ með þeirri athugasemd að forliðurinn væri
manns nafnið Úlvur. Úlvsgjógv hefur staðið á kortum síðan, en á nýj
asta kortinu (1998) er því breytt í Úlvisgjógv, eins og það er sagt. Ef til
vill mannsnafnið Úlvur með istoðhljóði (stutt frá er Káragjógv).
Navarsúlvurin. Við Skarð í Kunoy er flesin Navarin, og nærri henni
er minni fles sem heitir Navarsúlvurin. Athyglisvert er að Chr. Matras
(1933:216) hefur ekki nafnið Navarsúlvurin, en aðeins sam setn ing arn
ar Navarsbarmur, Navarsflesin og Navarsurðin (mögulega er þetta sama
og Navarsúlvurin?). Napoleon Djurhuus skrifar „Navars úlvurin“
(1959), en skrifar fyrir aftan: „Navarsflesin“.
Ølvisgjógv er gjá í Gásadal. Forliðurinn er vanalega skilinn sem
mannsnafnið Ølvir. Ástæða þess að ég nefni þetta nafn er ekki af því
að ég haldi að nafnið hafi nokkuð með úlv að gera, en bara af því að
það líktist nafninu Úlvisgjógv í Hvalba. Í meginhluta Suðureyjar er
tunga_22.indb 115 22.06.2020 14:03:53