Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 40
28 Orð og tunga
4.2 Athugasemdir um einstök orð
Hér á eftir verður fjallað um eignarfallsendingu fjögurra orða. Orðin
eru ekki alveg valin af handahófi enda segja þau hvert ákveðna sögu.
Þetta eru orðin rómantík, kómík, traffík og grafík.13 Orðið rómantík er
mjög algengt orð og á sér ekki samheiti. Þrátt fyrir upprunann hefur
það ekki yfir sér jafn erlendan blæ eins og orðið kómík hefur hins
vegar; það er þó smekksatriði. Orðið grafík er viðtekið í málinu þrátt
fyrir orðið svartlist. Samheiti orðsins traffík er umferð sem er yfirleitt
notað. Af heimildum má ráða að orðið rómantík eigi sér lengsta sögu
orðanna fjögurra í málinu. Það orð myndar langoftast eignarfall með
ur. Það votta öll dæmi í ROH, nánast öll á Tímarit.is (þar eru fjölmörg
dæmi) og í Rmh miklu fleiri en þau sem eru með ar sem raunar eru
örfá. Báðar eignarfallsmyndir finnast með hjálp Google. Í BÍN og í ÍO
er eignarfallsendingin ur.
Orðið kómík er með endinguna ur í eignarfalli en með liðsinni Google
má þó finna dæmi um endinguna ar. Í BÍN er eignarfallsendingin ur;
orðið er ekki í ÍO. Nokkur dæmi má finna um orðið tragíkómík (tragi)
en aðeins hafa fundist tvö dæmi um eignarfallsendinguna, bæði með
ur.14
Um eignarfall orðsins traffík eru ekki miklar heimildir. Á Tímarit.
is er eitt dæmi og þar er endingin ur, í Rmh ekkert. Á vefn um
eru dæmin allmörg og þar virðast ardæmin í meirihluta. Í BÍN er
eignarfallsendingin ur; orðið er ekki að finna í ÍO.
Orðið grafík er langoftast með endinguna ur í eignarfalli. Mörg
dæmi finnast þó um arendinguna. Dæmin á Tímarit.is eru athyglis
verð. Þar eru átta dæmi um endinguna ar; í þeim tilvikum er alltaf
verið að vísa til félagsins Íslensk grafík. Í Rmh eru dæmi um að end
ingin ar vísi til hljómsveitar (Grafík). Hér mætti ef til vill gera ráð
fyrir því að hlutverkið skipti máli, að samnafnið hagi sér öðru vísi
en sérnafnið en í málinu er slík aðgreining vel þekkt. Það má t.d. sjá í
beygingu ýmissa eiginnafna, t.d. Björg og Eir, sem beygjast öðru vísi
13 Tölur (3. janúar 2020, byggðar á lemmum) í Rmh eru þessar: rómantík: 3826, kómík:
229; traffík: 830; grafík 3449. Um orðið svartlist (samheiti orðsins grafík) eru dæmin
34 en um umferð (samheiti orðsins traffík) 26.337. Samheiti orðsins kómík er óvíst en
gæti t.d. verið fyndni, 1012 dæmi, gamansemi, 1832 dæmi, eða spaug, 1249 dæmi.
14 Annað dæmanna má sjá í Rmh. Orðið tragíkómík er sérstakt. Fyrri hlutinn er klaus,
tragí, ekki tragík; kið hefur verið klippt af. Það sýnir vel að orðið er aðkomuorð,
sbr. t.d. dönsk orð með tragi að fyrri lið, þ. á m. tragikomedie og tragikomisk, hins
vegar tragik. Sjá Den Danske Ordbog.
tunga_22.indb 28 22.06.2020 14:03:50