Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 45
Margrét Jónsdóttir: epík, keramík og klassík 33
Í kafla 2.2 var vitnað til orða Baldurs Jónssonar (2002) þess efnis að
það sem m.a. gæti ráðið úrslitum um kyn aðkomuorða væri hljóðafar.
Sama eðlis er skýring Jóns Hilmars Jónssonar (1980:65) sem tekur t.d.
dæmi af orðunum pólitík og traffík og segir m.a.: „[...] er det mulig å
regne med en strukturell påvirkning fra hunkjønnsord som brík, flík,
tík og vík“. Hér er tekið undir skýringu Jóns eins langt og hún nær. Því
þess ber að geta að Jón ræðir hvergi um beygingu einkvæðu orðanna
og þar með eignarfallsendinguna. En eins og fram kom í kafla 2.2 er
hún ekki alveg fyrirsegjanleg.
Tilkoma fleirkvæðu íkorðanna hafði engar kerfisbundnar breyt
ingar í för með sér. Þvert á móti aðlöguðust orðin málkerfinu í hví
vetna. Í þeim efnum var þó ekkert sjálfgefið. Hvorugkyn hefði form
lega séð t.d. alveg eins getað orðið ofan á enda kvenkynið alls ekki
sjálf gefið. Hið eina formlega sem skilur þar á milli er orðafjöldinn,
fæð ein kvæðu íkhvorugkynsorðanna sem kannski voru þó fleiri en
nú (sbr. neðanmálsgrein 6); slík ályktun er þó nokkuð vafasöm. En
kannski er athyglisverðast að ekki verður betur séð en að fáliðaður
orða hópur (brík, flík, spík, tík og vík) hafi haft mikil áhrif.20 Annað sem
nefna mætti er af merkingarfræðilegum toga. Það er að í málinu er
altítt að orð óhlutstæðrar merkingar verði kvenkyns. Dæmi um þetta
eru t.d. lækning, sálfræði, súrrealismi og söfnun. Það gæti þá jafnvel
skýrt að orðin urðu ekki hvorugkyns enda táknaði það þá fremur
niðurstöðuna/afleiðinguna. Í því ljósi mætti þá skýra hvers vegna orðið
keramík getur verið hvorugkyns (sbr. neðanmálsgrein 5), enda væri
merkingin þá hlutstæð andspænis kvenkyninu sem væri óhlutstætt.21
Með gerandanafnorðinu keramíker yrði þannig til þrennd. Hliðstæða
þessa er þá t.d. þrenndin safnari, söfnun og hvorug kyns orðið safn sem
túlkar niðurstöðuna/afleiðinguna.
Enda þótt orði eins og t.d. pólitík væri úthlutað kyni lá þó ekki
alveg fyrir hvernig beygingin skyldi verða enda val á milli eignar
fallsendinganna ar og ur.22 Í ljósi tíðni hefði arendingin verið
20 Til samanburðar er vert að líta til veiku hvorugkynsorðanna sem voru merk ing ar
lega heildstæð að langmestu leyti. Hópurinn hefur stækkað, einkum vegna nýrra
orða. Um leið hefur merkingarleg einsleitni horfið. Hér sem og meðal einkvæðu
íkorðanna hefur merkingin skipt litlu máli.
21 Þetta er þó alls ekki svona einfalt. Enda þótt t.d. hvorugkynið sé oft notað til að
tákna niðurstöðuna þá getur hún líka verið í kvenkyni; kyn óhlutstæðu merk
ing arinnar víxlast líka. Um tengsl kyns og merkingar t.d. í færeysku má lesa hjá
Petersen (2009:42‒44).
22 Nokkur dæmi eru um að eignarfall fleirkvæðu íkorðanna sé endingarlaust
(Øending) enda orðið þá alltaf ákveðið. Dæmi um þetta eru t.d. grafíkinnar og
tunga_22.indb 33 22.06.2020 14:03:50