Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 136
124 Orð og tunga
Fullgildum þátttakendum í CLARIN ERIC er skylt að koma upp
a.m.k. einni tæknilegri þjónustumiðstöð (e. clarin BCentre). CLARIN-
IS vinnur að þessu en það er töluvert mál – slík miðstöð þarf að
fullnægja ýmsum skilyrðum og fá sérstaka vottun. Auk þess er áhugi
á því hjá íslensku clarinmiðstöðinni að koma upp þekkingarmiðstöð
(e. CLARIN KCentre) um íslenskt mál, þar sem hægt væri að sækja
hvers kyns gögn og upplýsingar um íslensku. Undirbúningur þessa
er á frumstigi, en slík miðstöð yrði hugsanlega rekin í samvinnu við
aðra aðila, t.d. Íslenska málnefnd sem hefur lýst áhuga á því að koma
upp upplýsingaveitu af þessu tagi.
Einnig liggur fyrir að kynna CLARIN fyrir hugsanlegum notendum,
einkum fræðimönnum í ýmsum greinum hug og félagsvísinda. Það
er ljóst að innan CLARIN ERIC eru margvísleg gögn, innlend og er
lend, sem geta gagnast málfræðingum, bókmenntafræðingum, sagn
fræð ing um, heim spekingum, félagsfræðingum, mannfræðingum,
stjórn mála fræð ing um, þjóð fræðingum, og mörgum öðrum. Fáir vita
hins veg ar af þess um gögnum og þeim möguleikum sem í þeim felast,
og það er hlut verk CLARINmiðstöðvarinnar að kynna þetta.
Enn fremur er stefnt að öflugri þátttöku í ráðstefnum og viðburðum
á vegum CLARIN ERIC. Sú þátttaka er þegar hafin – sjö Íslendingar
sóttu ársráðstefnu CLARIN ERIC í Leipzig haustið 2019 og voru
þar með einn fyrirlestur og þrjú veggspjöld. CLARIN ERIC kostar
þátttöku fimm fulltrúa frá hverju aðildarlandi, auk þeirra sem eru
með erindi eða veggspjöld. Einnig er einum doktorsnema frá hverju
landi boðin þátttaka sér að kostnaðarlausu. Auk þessa stendur
CLARIN ERIC fyrir vinnustofum af ýmsu tagi sem Íslendingar geta
nú sótt – og eru þegar farnir að gera.
6 Lokaorð
Mikilvægi stafrænna gagna í hvers kyns rannsóknum í hug og
félags vísindum hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum.
Þar nægir að nefna vefinn Tímarit.is, sem óhætt er að segja að hafi
gerbreytt aðstöðu til rannsókna á íslenskri málfræði og sögu, svo að
dæmi séu tekin. Risamálheildin (https://malheildir.arnastofnun.is/)
hefur einnig nýst á margvíslegan hátt á þeim stutta tíma sem liðinn
er síðan hún var opnuð. En fjölmörg önnur íslensk málleg gagnasöfn
eru til þótt ekki séu þau jafnþekkt eða aðgengileg.
tunga_22.indb 124 22.06.2020 14:03:54