Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 132

Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 132
120 Orð og tunga 2 Hvað er CLARIN ERIC? CLARIN ERIC er stofnað til að halda utan um stafræna innviði – gögn og hugbúnað – til nota við rannsóknir í félags­ og hugvísindum. Eftir að almenn tölvuvæðing hófst fyrir 40 árum eða svo hefur orðið til gífurlega mikið af stafrænum gögnum af ýmsu tagi – textasöfn, orðasöfn, og alls kyns skrár. Sumt af þessu hefur verið byggt upp frá grunni á undanförnum áratugum, en einnig hefur verið gert mikið átak í því að koma eldri gögnum á stafrænt form. Stafræn gögn bjóða vitaskuld upp á margvíslega möguleika um­ fram pappírsgögn. Það er margfalt fljótlegra að leita í þeim og vinna ýmiss konar skrár og töflur upp úr þeim. Stafræn gögn eru líka margfalt sveigjanlegri en pappírsgögn – auðvelt að lagfæra villur í þeim, uppfæra þau, raða þeim á mismunandi hátt o.s.frv. Notendur eru ekki lengur háðir einu eintaki á tiltekinni stofnun eða safni – það er auðvelt að afrita gögnin og dreifa þeim, eða gera þau aðgengileg á netinu. Þetta stórbætta aðgengi að gögnum leiðir vitanlega til þess að miklu fleiri fræðimenn geta nýtt þau en áður, og eflir þannig og styrkir marg víslegar rannsóknir. En þetta þýðir líka að fólk er oft að skoða og vinna með gagnasöfn sem það þekkir ekki fyrir. Söfnin eru mjög margbreytileg, framsetning þeirra misjöfn, leitarmöguleikar ólíkir, og svo mætti lengi telja. Það getur verið mjög flókið og tímafrekt fyrir ókunnuga að setja sig inn í þetta og átta sig á því hvernig hægt er að finna það sem leitað er að í gögnunum. Meginmarkmið CLARIN ERIC er að nýta þá möguleika sem staf­ ræn málleg gögn, málföng (e. language resources), bjóða upp á og bæta aðgengi að þessum gögnum og hugbúnaði sem gerður er til að vinna með þau. Þetta krefst margvíslegs undirbúnings sem mikilvægt er að sem víðtækust samvinna sé höfð um. Jafnframt er markmið CLARIN ERIC að notendur geti nýtt notandanafn og aðgangsorð við heimastofnun sína til að fá aðgang að þessum gögnum og búnaði (e. single sign­on). Í hverju þátttökulandi eru settar upp CLARIN­miðstöðvar, ein eða fleiri. Þessar miðstöðvar eru af mismunandi tegundum. Einfaldasta tegundin eru svokallaðar C­miðstöðvar (e. CLARIN C­Centre) sem varð veita lýsigögn (e. metadata), en aðaltegundin er svokallaðar B­mið­ stöðvar (e. CLARIN B­Centre) sem varðveita gögn ásamt lýsigögnum og veita ákveðna þjónustu, s.s. upplýsingar um gögn og tæknilega ráðgjöf. Þriðja tegundin er svo K­miðstöðvar (e. CLARIN K­Centre) sem eru upplýsingaveitur um tiltekin málleg efni, t.d. einstakt tungumál. tunga_22.indb 120 22.06.2020 14:03:53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.