Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 43
Margrét Jónsdóttir: epík, keramík og klassík 31
hér er farið eftir ÍO með því að nota ískur fremur en iskur (einnig
viðurkennt) enda er fyrrnefnda myndin algengari en sú síðarnefnda
sem frekar var notuð í eldra máli.
6.1 Lýsingarorðsendingin ískur
Samstafan ískur er erlend að uppruna, sbr. t.d. Guðrúnu Kvaran
(2005:145) og Veturliða G. Óskarsson (2006:79). Veturliði (2006:86)
segir hana ekki vera gamla í málinu án þess þó að skýra það nánar.
Lýsingarorðin sem eru í merkingarlegum venslum við fleirkvæðu
nafnorðin sem enda á ík eru fjölmörg. Þar má t.d. nefna orðin grafískur,
klassískur, lýrískur, pólitískur og rómantískur. Merkingin vísar til þess
‘sem aðhyllist stefnu eða viðhorf’, sbr. t.d. pólitískur og rómantískur
eða lýsir eðli þess sem vísað er til eins og t.d. grafískur og taktískur;
mjótt er þó á mununum á milli skýringanna.19
Staða lýsingarorðanna sem eru í venslum við þau nafnorð sem
enda á ík og eru viðfangsefni greinarinnar er nokkuð önnur. Um lýs
ing arorðið rómantískur og nafnorðið rómantík segir í Íslenskri orð sifja
bók (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989):
rómantík kv. (19. öld) ‘sérstök bókmennta og listastefna [...]’
rómantískur l. ‘sem aðhyllist slíka stefnu eða viðhorf’. To. úr d.
romantik, romantisk < þ. romantik, romantisch, orðin eru ættuð úr fr.
Enda þótt hér sé gert ráð fyrir nánum merkingarlegum sem uppruna
legum tengslum orðanna rómantískur og rómantík er uppruninn ekki
sá sami. Bæði orðin eru aðkomuorð sem eiga sér glöggar fyrirmyndir
í því máli sem þau eru ættuð úr, dönsku eins og rakið var í 2.1. Í Den
Danske Ordbog er nafnorðið sagt komið úr þýsku, Romantik, sem sagt
er leitt af lýsingarorðinu romantisch; danska lýsingarorðið er svo sagt
eiga sér þýska lýsingarorðið að fyrirmynd.
Sú spurning vaknar hvort ískur í orði eins og t.d. rómantískur sé
raunverulegt viðskeyti. Svo er ekki. Orð af sama merkingarsviði og
rómantískur eiga sér (alltaf) erlenda samsvörun. ískur er heldur
aldrei notað við nýmyndun íslenskra orða heldur ávallt bundið við
er lenda orðstofna. Guðrún Kvaran (2005:145) segir notkunina nú vera
bundna við aðlögun enskra orða sem enda á ic.
19 Hér má líka nefna orð sem varða landa og þjóðaheiti. Slík orð eru mynduð eftir
þörfum enda fyrirmyndir nægar. Orðmyndunin er lærð. Notkunin er þó tak mörk
uð enda bundin erlendum orðstofnum. Veturliði G. Óskarsson (2006:86) nefnir þó
eitt alíslenskt orð, álftnesískur, sbr. líka ROH.
tunga_22.indb 31 22.06.2020 14:03:50