Orð og tunga - 2020, Page 92

Orð og tunga - 2020, Page 92
80 Orð og tunga Samheitapör og staðsetningar í handriti Birtingarmynd í handritum Athugasemdir um frumheimildir sen (67100, 8162, 114252) – merking (3643) Orð þessi skiptast á í texta ÞMR. Físl. sen er notað til útskýringar á tveim stílfígúrum, þ.e. macrologia (langt sen) og enigma (myrkt sen). Donatus útskýrir enigma sem obscura sententia ‘óskýr málsgrein’. Pseudo­ Remigius tilfærir eftirfarandi skýringarsetningu eftir macrologia: id est longa dictio vel sententia ‘það er löng yrðing eða málsgrein’. vers (5231 (÷ 757 a), 9450, 51, 9562) – vísuorð (9216) Orð þessi skiptast á í texta ÞMR. Donatus notar orðið versus ‘vers’. Tafla 2: Samheitapör í ÞMR. Hér á eftir eru tökuorðin og innlendu orðin flokkuð auk þess sem sagt er frá uppruna tökuorða og gerð innlendrar smíðar. Reynt er að varpa ljósi á það hvort tökuorð eða innlend orð hafi fyrst verið notuð í málinu. Innan sviga á eftir viðkomandi orði eru upplýsingar um elsta dæmi í ritmáli, aldur verks og handrits, þar sem dæmið er varðveitt. Skammstafanir á heiti verkanna eru eftir Ordbog over det norrøne prosa­ sprog (= ONP) fyrir verk í óbundnu máli, eftir Lexicon Poeticum (= LP) fyrir verk í bundnu máli. Að lokum er útgáfu heimilda getið ef um verk í óbundnu máli er að ræða. Aldur verkanna er sóttur til helstu útgáfna þeirra. Aldur handritanna er eftir ONP. anadiplosis – drǫgur : Lat. anadiplosis (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er fengið úr fgr. ἀναδίπλωσις ‘endurtekning’, sem er leitt af so. ἀναδιπλόω ‘tvöfalda, endurtaka’. Físl. drǫgur (SnE u.þ.b. 1220 > GKS 2367 4to 1300–1350, Finnur Jónsson 1931) er heiti stílfígúru nokkurrar þar sem síðasta orð í vísu­ orði er endurtekið í byrjun næsta vísuorðs. Orðið er íslenskt íðorð og er fleirtalan af no. draga. Orðið er innlent nýgert orð, en skáld­ skaparfræðilega merkingu þess er einungis að finna í íslensku. Innlenda orðið er partur af íðorðaforða kveðskaparins en erlenda heitið virðist fengið beint úr ritgerð Donatusar. Þar af leiðandi er líklegt að innlenda orðið hafi verið notað í íslensku á undan því erlenda. Lat. anadiplosis er eitt þeirra fræðiheita sem Ólafur fær beint úr fyrirmyndinni og ber því að túlka sem nauðsynjatökuorð, þó að innlent heiti samsvari erlenda orðinu. Því til frekari stuðnings má tunga_22.indb 80 22.06.2020 14:03:52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.