Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 92
80 Orð og tunga
Samheitapör og
staðsetningar í
handriti
Birtingarmynd í
handritum
Athugasemdir um
frumheimildir
sen (67100, 8162,
114252) – merking
(3643)
Orð þessi skiptast á í
texta ÞMR.
Físl. sen er notað til
útskýringar á tveim
stílfígúrum, þ.e.
macrologia (langt sen)
og enigma (myrkt
sen).
Donatus útskýrir enigma
sem obscura sententia
‘óskýr málsgrein’. Pseudo
Remigius tilfærir eftirfarandi
skýringarsetningu eftir
macrologia: id est longa dictio
vel sententia ‘það er löng
yrðing eða málsgrein’.
vers (5231 (÷ 757 a),
9450, 51, 9562) –
vísuorð (9216)
Orð þessi skiptast á í
texta ÞMR.
Donatus notar orðið versus
‘vers’.
Tafla 2: Samheitapör í ÞMR.
Hér á eftir eru tökuorðin og innlendu orðin flokkuð auk þess sem
sagt er frá uppruna tökuorða og gerð innlendrar smíðar. Reynt er að
varpa ljósi á það hvort tökuorð eða innlend orð hafi fyrst verið notuð í
málinu. Innan sviga á eftir viðkomandi orði eru upplýsingar um elsta
dæmi í ritmáli, aldur verks og handrits, þar sem dæmið er varðveitt.
Skammstafanir á heiti verkanna eru eftir Ordbog over det norrøne prosa
sprog (= ONP) fyrir verk í óbundnu máli, eftir Lexicon Poeticum (= LP)
fyrir verk í bundnu máli. Að lokum er útgáfu heimilda getið ef um
verk í óbundnu máli er að ræða. Aldur verkanna er sóttur til helstu
útgáfna þeirra. Aldur handritanna er eftir ONP.
anadiplosis – drǫgur : Lat. anadiplosis (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748
i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er fengið úr fgr. ἀναδίπλωσις
‘endurtekning’, sem er leitt af so. ἀναδιπλόω ‘tvöfalda, endurtaka’.
Físl. drǫgur (SnE u.þ.b. 1220 > GKS 2367 4to 1300–1350, Finnur
Jónsson 1931) er heiti stílfígúru nokkurrar þar sem síðasta orð í vísu
orði er endurtekið í byrjun næsta vísuorðs. Orðið er íslenskt íðorð
og er fleirtalan af no. draga. Orðið er innlent nýgert orð, en skáld
skaparfræðilega merkingu þess er einungis að finna í íslensku.
Innlenda orðið er partur af íðorðaforða kveðskaparins en erlenda
heitið virðist fengið beint úr ritgerð Donatusar. Þar af leiðandi er
líklegt að innlenda orðið hafi verið notað í íslensku á undan því
erlenda. Lat. anadiplosis er eitt þeirra fræðiheita sem Ólafur fær beint
úr fyrirmyndinni og ber því að túlka sem nauðsynjatökuorð, þó að
innlent heiti samsvari erlenda orðinu. Því til frekari stuðnings má
tunga_22.indb 80 22.06.2020 14:03:52