Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 33

Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 33
Margrét Jónsdóttir: epík, keramík og klassík 21 að þörf var fyrir orðin, koma þurfti til skila ákveðinni þekk ingu, nýjum menningarheimi, sem byggðist á alþjóðlegum straum um. Hann barst til landsins, byggðist jafnt á fræðilegri þekkingu, kunn áttu í viðkomandi tungumáli sem og fróðleiksfýsn og lestri al mennt. Sá sem fyrstur notaði tiltekið erlent orð á íslensku hefur í mörg um tilvikum, jafnvel flestum, ekki þekkt betra orð til að orða þekk ingu sína og hugsun. Með tilkomu þeirra sköpuðust auknar for sendur til samræðna og skoðanaskipta. Þannig varð til tenging við erlendan fræðaheim, einhvers konar lingua franca; sjá umræðu um slíkt hjá Jansson (2015:8 o.áfr.) sem m.a. vísar til Thomason (2001:158) og Winford (2003:268). En um leið er gerð tiltekin krafa til þeirra sem orðið var ætlað í nýjum menningarheimi. Raunar má segja að hið sama eigi við um málið eða málin sem íslenskan þáði af. Þá framvindu mætti rekja langt aftur. En í þessu sambandi öllu er vert að vísa til orða Thomason (2001:78): „you cannot borrow what you do not know“. Ekki er heldur úr vegi að skoða orð Halldórs Laxness sem vísað er til í upphafi í því ljósi. 1.2 Markmið og efnisskipan Orðin sem enda á ­ík hafa öðlast sinn sess í málinu, mismikinn þó. Segja má að menningarleg og formleg staða þeirra sé sterk. Þau eru aðkomuorð, orð sem hafa aðlagast, falla að reglum málsins, hvort sem þær varða beygingar eða hljóð (sjá Ástu Svavarsdóttur 2003 og Ara Pál Kristinsson 2004). Orðin, sem eru kvenkyns,5 beygjast eins: þau eru endingarlaus í öllum föllum eintölu að eignarfalli undanskildu sem þau geta öll mynda með ­ur; það er t.d. endingin sem er í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (= BÍN), sé orðið þar að finna. Samt má auðveldlega finna dæmi um eignarfallsendinguna ­ar. Allt verður þetta rakið nánar síðar. Efnisskipanin verður þessi. Annar kafli snýst að mestu leyti um sögu og aldur orðanna í íslensku, gerð þeirra og einnig orðsifjar. Einnig verður farið nokkrum orðum um þau fáu einkvæðu nafnorð með stofngerðina ­ík, t.d. vík og lík, sem til eru í íslensku. Þeirri spurningu verður velt upp í þriðja kafla hvernig greina beri ­ík. Í fjórða kafla verður kynntur listi yfir þau orð sem fundist hafa. Í ljósi þess 5 Dæmi eru um að fleirkvæðu ík­orðin séu í hvorugkyni enda þótt kvenkynið sé ráðandi. Þar er átt við orðin keramík (sjá Stafsetningarorðabókin 2016), mósaík og paník (sjá dæmi á Tímarit.is; orðið paník á sér ýmsar ritmyndir), líka eróbík (sbr. umræðu í 4.1), og, sem mjög vafasamt er þó, pólitík. tunga_22.indb 21 22.06.2020 14:03:50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.