Orð og tunga - 2020, Síða 33
Margrét Jónsdóttir: epík, keramík og klassík 21
að þörf var fyrir orðin, koma þurfti til skila ákveðinni þekk ingu, nýjum
menningarheimi, sem byggðist á alþjóðlegum straum um. Hann barst til
landsins, byggðist jafnt á fræðilegri þekkingu, kunn áttu í viðkomandi
tungumáli sem og fróðleiksfýsn og lestri al mennt. Sá sem fyrstur notaði
tiltekið erlent orð á íslensku hefur í mörg um tilvikum, jafnvel flestum,
ekki þekkt betra orð til að orða þekk ingu sína og hugsun. Með tilkomu
þeirra sköpuðust auknar for sendur til samræðna og skoðanaskipta.
Þannig varð til tenging við erlendan fræðaheim, einhvers konar lingua
franca; sjá umræðu um slíkt hjá Jansson (2015:8 o.áfr.) sem m.a. vísar til
Thomason (2001:158) og Winford (2003:268). En um leið er gerð tiltekin
krafa til þeirra sem orðið var ætlað í nýjum menningarheimi. Raunar
má segja að hið sama eigi við um málið eða málin sem íslenskan þáði
af. Þá framvindu mætti rekja langt aftur. En í þessu sambandi öllu er
vert að vísa til orða Thomason (2001:78): „you cannot borrow what you
do not know“. Ekki er heldur úr vegi að skoða orð Halldórs Laxness
sem vísað er til í upphafi í því ljósi.
1.2 Markmið og efnisskipan
Orðin sem enda á ík hafa öðlast sinn sess í málinu, mismikinn þó.
Segja má að menningarleg og formleg staða þeirra sé sterk. Þau eru
aðkomuorð, orð sem hafa aðlagast, falla að reglum málsins, hvort
sem þær varða beygingar eða hljóð (sjá Ástu Svavarsdóttur 2003
og Ara Pál Kristinsson 2004). Orðin, sem eru kvenkyns,5 beygjast
eins: þau eru endingarlaus í öllum föllum eintölu að eignarfalli
undanskildu sem þau geta öll mynda með ur; það er t.d. endingin
sem er í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (= BÍN), sé orðið þar að
finna. Samt má auðveldlega finna dæmi um eignarfallsendinguna ar.
Allt verður þetta rakið nánar síðar.
Efnisskipanin verður þessi. Annar kafli snýst að mestu leyti um
sögu og aldur orðanna í íslensku, gerð þeirra og einnig orðsifjar.
Einnig verður farið nokkrum orðum um þau fáu einkvæðu nafnorð
með stofngerðina ík, t.d. vík og lík, sem til eru í íslensku. Þeirri
spurningu verður velt upp í þriðja kafla hvernig greina beri ík. Í fjórða
kafla verður kynntur listi yfir þau orð sem fundist hafa. Í ljósi þess
5 Dæmi eru um að fleirkvæðu íkorðin séu í hvorugkyni enda þótt kvenkynið
sé ráðandi. Þar er átt við orðin keramík (sjá Stafsetningarorðabókin 2016),
mósaík og paník (sjá dæmi á Tímarit.is; orðið paník á sér ýmsar ritmyndir),
líka eróbík (sbr. umræðu í 4.1), og, sem mjög vafasamt er þó, pólitík.
tunga_22.indb 21 22.06.2020 14:03:50