Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 58
46 Orð og tunga
Fræðimenn greinir á um merkingu like/lician í sögulegu til liti og
Fischer og van der Leek (1983:352) gera til dæmis ráð fyrir að merk
ingin hafi frá fornu fari verið breytileg. Undir þetta taka Þór hall ur
Eyþórsson og Jóhanna Barðdal (2005:832–833) í umfjöllun sinni um
sam svar andi sögn, galeikan, í gotnesku og hliðstæður hennar í forn
germönsku málunum yfirleitt: merking sagnarinnar hafi ýmist verið
‘gera til geðs’ (‘please’) eða ‘líka’ (‘like’). Þar sem um skyld tungu
mál er að ræða ættu frá því sjónarmiði því að geta fundist dæmi um
ótvíræð andlög og ótvíræð frumlög með sögninni líka í forníslensku í
samræmi við þessi merkingarlegu tilbrigði í ensku og gotnesku.
Í þýsku og hollensku koma á elsta skeiði einnig fyrir sagnir af
sömu rót, þ.e. í fornháþýsku lîhhên (lîchên) og í fornhollensku līkon
(liken, seinna lijken) sem sagðar eru hafa merkt það sama og síðar
gefallen í þýsku og behagen/bevallen í hollensku (sjá Willems og Pottel
berge 1998:333–334 um þýsku, GTB: lijken um hollensku). Það eru
síðan þessar sagnir sem leysa sagnir rótskyldar líka jafnt og þétt af
hólmi en ekki er ljóst hvort þær hafi uppfyllt þau skilyrði að teljast til
skiptisagna í þessum málum.
2.2 Vísbendingar um aðra rökliðagerð með líka í fornu
máli
Ýmiss konar orðaraðarpróf virka vel til að greina frumlag í nútíma
máli. Eins og lesandinn man vafalaust eftir var orðaröð einmitt notuð
í upphafi greinarinnar til þess að sýna muninn á sögninni henta,
sem er samhverf eða skiptisögn, og líka, sem er ósamhverf, a.m.k.
í nútímaíslensku. Við skulum rifja upp dæmaparið þar sem þessi
munur kemur skýrt fram:
(14) a. Hentar þér(þgf.) þetta(nf.) / þetta(nf.) þér(þgf.)?
b. Líkar þér(þgf.) þetta(nf.) / *þetta(nf.) þér(þgf.)?
Í nútímamáli fer frumlag iðulega strax á eftir persónubeygðri sögn í
viðsnúinni orðaröð líkt og í já/neispurningunum í (14). Þar af leiðandi
er hægt að nota orðaröðina sem röksemd fyrir því að henta og líka
séu ólíks eðlis í nútímaíslensku: þágufallsliðurinn þér eða nefni falls
liðurinn þetta í (14a) getur verið frumlag með henta, en ótækt er að
nefnifallsliðurinn fari á undan þágufallsliðnum með líka í (14b).
Ef sama prófi er beitt á forníslensku, eins og Jóhanna Barðdal (2001)
hefur gert, má leiða getum að því að rökliðagerð líka í fornu máli hafi
tunga_22.indb 46 22.06.2020 14:03:51