Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 16

Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 16
4 Orð og tunga einingar eru ekki aðeins stök orð eða setningarliðir heldur einnig allt sem frá mælanda kemur svo sem þagnir, hik, tafs, hlátur og annað sem er merkingarbært í orðræðunni. Meginmarkmið þessara rann­ sóknar aðferða er að kanna virkni hinna mállegu eininga, þ.e. hvaða sam skipta lega „merkingu“ þær hafa og áhrif þeirra á gang samtalsins og einnig hvað stýri vali mælanda á einingu hverju sinni. Hverja mál­ lega einingu er því aðeins hægt að skoða út frá því samhengi sem hún verður til í: hvað fer á undan og hvað fylgir í kjölfarið (Sacks, Schegloff og Jefferson 1974, Couper­Kuhlen og Selting 2001). Dæmin sem greinin byggir á eru öll fengin úr gagnabankanum ÍSTAL, Íslenska talmálsbankanum, sem inniheldur 31 sjálfsprottin vina sam töl fullorðins fólks á aldrinum 30 til 60 ára, rúmar 20 klukku­ stund ir í heild. Samtölin voru hljóðupptekin, en ekki í mynd, árið 2000. Þátttakendur í samtölunum eru frá tveimur upp í fjóra og taka bæði karlar og konur þátt í flestum samtölunum en þó eru einnig hrein kvenna samtöl og karlasamtöl. Samtölin eru almennt mjög afslöpp­ uð, þrátt fyrir meðvitund þátttakenda um upptökutækið, og fara út um víðan völl og hljóma við hlustun sem sannfærandi eðlilegt talmál við óform legar aðstæður (sjá nánar um ÍSTAL hjá Þórunni Blöndal 2005:108–110, 2015:20–22). Samtölin í ÍSTAL henta því vel sem efniviður til að fá hugmynd um notkun á tilteknum orðræðuögnum í íslensku, eins og hvað í þessu tilviki, en eitt af því sem einkennir óformlegt talmál er einmitt tíð notk un agna af ýmsu tagi (Couper­Kuhlen og Selting 2018:537). Einn ig er efniviðurinn það stór að nokkuð skýr mynd ætti að fást af notkun hvað í þeirri stöðu sem hér er til athugunar þannig að unnt sé að lýsa henni og skýra jafnframt, nokkuð nákvæmlega. Beitt var einfaldri leit á efniviðinn og könnuð öll dæmi með orð­ myndinni hvað. Þau skipta auðvitað fleiri hundruðum og ekki að óvör­ um var obbinn af dæmunum um hvað í hlutverki spurnarfornafns, eða 548 af 625 dæmum alls. Rúmlega 12% dæmasafnsins mátti greina sem orðræðuögn af margvíslegri gerð, eða 77 dæmi alls. Inni í þessari tölu eru dæmi um hvað sem ögn af því tagi sem falla út fyrir ramma þessarar greinar (sbr. upphaf 1. kafla). Einnig falla undir þessa tölu dæmi um hvað þar sem spunnið er aftan við orðið þannig að úr verður að forminu til spurnarsetning, hvað var það, hvað heitir það, hvað segir maður.4 Dæmi um hvað, af þeirri gerð sem hér er til umfjöllunar, þ.e. 4 Þótt hér sé að forminu til spurnarsetning mynda orðin eina heild sem er að sumu leyti sambærileg ögninni hvað í þeim dæmum sem hér eru til athugunar hvað hlutverk varðar því hér er mælandi ekki í upplýsingaleit þar sem svars er vænst tunga_22.indb 4 22.06.2020 14:03:49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.