Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 126
114 Orð og tunga
segir: „Skammt sunnan við Sámsstaðagil er mikil skál í fjallið ofan frá
brún. Hún heitir Úlfsskál.“ [...] „Út og niður frá botni Úlfsskálar eru
minjar fjárhúsa [...] Þar heita Úlfsstaðir (í daglegu tali nefnd Fjallhús).“
Til samanburðar má nefna að ofan við Úlfsstaði í Akrahreppi er
mikil skál í fjallinu nefnd Úlfsstaðaskál og niður af henni gil, Úlfs
staða gil. Sbr. mynd í Byggðasögu Skagafjarðar (Hjalti Pálsson frá Hofi
2007:IV.368).
Úlfsvatn er á tveimur stöðum á landinu svo vitað sé. Annað er á
Arnarvatnsheiði (eða Tvídægru), stærsta stöðuvatnið á suðvesturhluta
heiðarinnar. Í því er Úlfshólmi. Hitt er uppi á Vörðufelli á Skeiðum
og er affall þess um áðurnefnt Úlfsgil (Jón Eiríksson 2008:117). Í
þjóðsögum Jóns Árnasonar er getið um Úlfsvatn inn af Skagafirði en
það á e.t.v. við vatnið á Arnarvatnsheiði (Jón Árnason 1954:II.164 og
1954:IV.323).
Líklegt er að Úlfsbær og Úlfsstaðir séu kenndir við mannsnafnið,
og ekki verður séð að úlfsörnefni eigi sér stoð í náttúrunni, að þeim
fyrirbrigðum svipi saman á nokkurn hátt. Hugsanlegt væri þó að sú
staðreynd að Úlf(s)ár og Úlfsgil renna stundum þröngt í klettafarvegi
væri kveikja að líkingu við úlfakreppu. Ef til vill er stundum vísað til
hættulegs staðar með nafngiftinni út frá líkingu við úlfa sem hættuleg
dýr, sbr. lo. ylfskr í fornmáli í merkingunni ‘hættulegur’. Þannig er
t.d. í Noregi um árnafnið Ulva, þar sem menn hafa hugsað sér þann
möguleika „at namnet skal merkje ut elva som ‘farleg’“ (NSL 2007).
Ekki verður sagt um Úlf(s)árnar á Íslandi að þær séu sérstaklega
hættulegar. Þær eru flestar litlar og ekki í alfaraleið. Hugsanlegt væri
að þær ættu það til að þorna upp, og væri þá nafngiftin til þess að
benda á sviksemi þeirra, en úlfurinn er þekktur fyrir þann eiginleika,
sbr. úlfinn í sauðargærunni, að ekki sé minnst á söguna um Rauðhettu
og úlfinn.
Í Landnámu er nefndur landnámsmaðurinn Úlfr í Reykjadal, sem
bjó undir Skrattafelli (Landnámabók 1969:276) en bústaður hans hefur
líklega heitið svo. Það mun vera bærinn sem nú heitir YtraFjall. Óvíst
er að nafnið Skrattafell tengist nafni landnámsmannsins beint.
Í samhengi við Úlf(s)örnefni er ekki úr vegi að nefna örnefnið
Ylfrisgil sem er sagt vera á landamerkjum Bólstaðarhlíðar í AHún.
(DI 1896:III.421 (1388)). Orðið *ylfrir er ekki þekkt og heldur ekki sem
tunga_22.indb 114 22.06.2020 14:03:53