Orð og tunga - 2020, Page 126

Orð og tunga - 2020, Page 126
114 Orð og tunga segir: „Skammt sunnan við Sámsstaðagil er mikil skál í fjallið ofan frá brún. Hún heitir Úlfsskál.“ [...] „Út og niður frá botni Úlfsskálar eru minjar fjárhúsa [...] Þar heita Úlfsstaðir (í daglegu tali nefnd Fjallhús).“ Til samanburðar má nefna að ofan við Úlfsstaði í Akrahreppi er mikil skál í fjallinu nefnd Úlfsstaðaskál og niður af henni gil, Úlfs­ staða gil. Sbr. mynd í Byggðasögu Skagafjarðar (Hjalti Pálsson frá Hofi 2007:IV.368). Úlfsvatn er á tveimur stöðum á landinu svo vitað sé. Annað er á Arnarvatnsheiði (eða Tvídægru), stærsta stöðuvatnið á suðvesturhluta heiðarinnar. Í því er Úlfshólmi. Hitt er uppi á Vörðufelli á Skeiðum og er affall þess um áðurnefnt Úlfsgil (Jón Eiríksson 2008:117). Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er getið um Úlfsvatn inn af Skagafirði en það á e.t.v. við vatnið á Arnarvatnsheiði (Jón Árnason 1954:II.164 og 1954:IV.323). Líklegt er að Úlfsbær og Úlfsstaðir séu kenndir við mannsnafnið, og ekki verður séð að úlfs­örnefni eigi sér stoð í náttúrunni, að þeim fyrirbrigðum svipi saman á nokkurn hátt. Hugsanlegt væri þó að sú staðreynd að Úlf(s)ár og Úlfsgil renna stundum þröngt í klettafarvegi væri kveikja að líkingu við úlfakreppu. Ef til vill er stundum vísað til hættulegs staðar með nafngiftinni út frá líkingu við úlfa sem hættuleg dýr, sbr. lo. ylfskr í fornmáli í merkingunni ‘hættulegur’. Þannig er t.d. í Noregi um árnafnið Ulva, þar sem menn hafa hugsað sér þann möguleika „at namnet skal merkje ut elva som ‘farleg’“ (NSL 2007). Ekki verður sagt um Úlf(s)árnar á Íslandi að þær séu sérstaklega hættulegar. Þær eru flestar litlar og ekki í alfaraleið. Hugsanlegt væri að þær ættu það til að þorna upp, og væri þá nafngiftin til þess að benda á sviksemi þeirra, en úlfurinn er þekktur fyrir þann eiginleika, sbr. úlfinn í sauðargærunni, að ekki sé minnst á söguna um Rauðhettu og úlfinn. Í Landnámu er nefndur landnámsmaðurinn Úlfr í Reykjadal, sem bjó undir Skrattafelli (Landnámabók 1969:276) en bústaður hans hefur líklega heitið svo. Það mun vera bærinn sem nú heitir Ytra­Fjall. Óvíst er að nafnið Skrattafell tengist nafni landnámsmannsins beint. Í samhengi við Úlf(s)­örnefni er ekki úr vegi að nefna örnefnið Ylfrisgil sem er sagt vera á landamerkjum Bólstaðarhlíðar í A­Hún. (DI 1896:III.421 (1388)). Orðið *ylfrir er ekki þekkt og heldur ekki sem tunga_22.indb 114 22.06.2020 14:03:53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.