Orð og tunga - 2020, Side 45

Orð og tunga - 2020, Side 45
Margrét Jónsdóttir: epík, keramík og klassík 33 Í kafla 2.2 var vitnað til orða Baldurs Jónssonar (2002) þess efnis að það sem m.a. gæti ráðið úrslitum um kyn aðkomuorða væri hljóðafar. Sama eðlis er skýring Jóns Hilmars Jónssonar (1980:65) sem tekur t.d. dæmi af orðunum pólitík og traffík og segir m.a.: „[...] er det mulig å regne med en strukturell påvirkning fra hunkjønnsord som brík, flík, tík og vík“. Hér er tekið undir skýringu Jóns eins langt og hún nær. Því þess ber að geta að Jón ræðir hvergi um beygingu einkvæðu orðanna og þar með eignarfallsendinguna. En eins og fram kom í kafla 2.2 er hún ekki alveg fyrirsegjanleg. Tilkoma fleirkvæðu ík­orðanna hafði engar kerfisbundnar breyt­ ingar í för með sér. Þvert á móti aðlöguðust orðin málkerfinu í hví­ vetna. Í þeim efnum var þó ekkert sjálfgefið. Hvorugkyn hefði form­ lega séð t.d. alveg eins getað orðið ofan á enda kvenkynið alls ekki sjálf gefið. Hið eina formlega sem skilur þar á milli er orðafjöldinn, fæð ein kvæðu ík­hvorugkynsorðanna sem kannski voru þó fleiri en nú (sbr. neðanmálsgrein 6); slík ályktun er þó nokkuð vafasöm. En kannski er athyglisverðast að ekki verður betur séð en að fáliðaður orða hópur (brík, flík, spík, tík og vík) hafi haft mikil áhrif.20 Annað sem nefna mætti er af merkingarfræðilegum toga. Það er að í málinu er altítt að orð óhlutstæðrar merkingar verði kvenkyns. Dæmi um þetta eru t.d. lækning, sálfræði, súrrealismi og söfnun. Það gæti þá jafnvel skýrt að orðin urðu ekki hvorugkyns enda táknaði það þá fremur niðurstöðuna/afleiðinguna. Í því ljósi mætti þá skýra hvers vegna orðið keramík getur verið hvorugkyns (sbr. neðanmálsgrein 5), enda væri merkingin þá hlutstæð andspænis kvenkyninu sem væri óhlutstætt.21 Með gerandanafnorðinu keramíker yrði þannig til þrennd. Hliðstæða þessa er þá t.d. þrenndin safnari, söfnun og hvorug kyns orðið safn sem túlkar niðurstöðuna/afleiðinguna. Enda þótt orði eins og t.d. pólitík væri úthlutað kyni lá þó ekki alveg fyrir hvernig beygingin skyldi verða enda val á milli eignar­ fallsendinganna ­ar og ­ur.22 Í ljósi tíðni hefði ar­endingin verið 20 Til samanburðar er vert að líta til veiku hvorugkynsorðanna sem voru merk ing ar­ lega heildstæð að langmestu leyti. Hópurinn hefur stækkað, einkum vegna nýrra orða. Um leið hefur merkingarleg einsleitni horfið. Hér sem og meðal einkvæðu ík­orðanna hefur merkingin skipt litlu máli. 21 Þetta er þó alls ekki svona einfalt. Enda þótt t.d. hvorugkynið sé oft notað til að tákna niðurstöðuna þá getur hún líka verið í kvenkyni; kyn óhlutstæðu merk­ ing arinnar víxlast líka. Um tengsl kyns og merkingar t.d. í færeysku má lesa hjá Petersen (2009:42‒44). 22 Nokkur dæmi eru um að eignarfall fleirkvæðu ík­orðanna sé endingarlaust (Ø­ending) enda orðið þá alltaf ákveðið. Dæmi um þetta eru t.d. grafíkinnar og tunga_22.indb 33 22.06.2020 14:03:50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.