Orð og tunga - 2020, Page 40

Orð og tunga - 2020, Page 40
28 Orð og tunga 4.2 Athugasemdir um einstök orð Hér á eftir verður fjallað um eignarfallsendingu fjögurra orða. Orðin eru ekki alveg valin af handahófi enda segja þau hvert ákveðna sögu. Þetta eru orðin rómantík, kómík, traffík og grafík.13 Orðið rómantík er mjög algengt orð og á sér ekki samheiti. Þrátt fyrir upprunann hefur það ekki yfir sér jafn erlendan blæ eins og orðið kómík hefur hins vegar; það er þó smekksatriði. Orðið grafík er viðtekið í málinu þrátt fyrir orðið svartlist. Samheiti orðsins traffík er umferð sem er yfirleitt notað. Af heimildum má ráða að orðið rómantík eigi sér lengsta sögu orðanna fjögurra í málinu. Það orð myndar langoftast eignarfall með ­ur. Það votta öll dæmi í ROH, nánast öll á Tímarit.is (þar eru fjölmörg dæmi) og í Rmh miklu fleiri en þau sem eru með ­ar sem raunar eru örfá. Báðar eignarfallsmyndir finnast með hjálp Google. Í BÍN og í ÍO er eignarfallsendingin ­ur. Orðið kómík er með endinguna ­ur í eignarfalli en með liðsinni Google má þó finna dæmi um endinguna ­ar. Í BÍN er eignarfallsendingin ­ur; orðið er ekki í ÍO. Nokkur dæmi má finna um orðið tragíkómík (tragi­) en aðeins hafa fundist tvö dæmi um eignarfallsendinguna, bæði með ­ur.14 Um eignarfall orðsins traffík eru ekki miklar heimildir. Á Tímarit. is er eitt dæmi og þar er endingin ­ur, í Rmh ekkert. Á vefn um eru dæmin allmörg og þar virðast ar­dæmin í meirihluta. Í BÍN er eignarfallsendingin ­ur; orðið er ekki að finna í ÍO. Orðið grafík er langoftast með endinguna ­ur í eignarfalli. Mörg dæmi finnast þó um ar­endinguna. Dæmin á Tímarit.is eru athyglis­ verð. Þar eru átta dæmi um endinguna ­ar; í þeim tilvikum er alltaf verið að vísa til félagsins Íslensk grafík. Í Rmh eru dæmi um að end­ ingin ­ar vísi til hljómsveitar (Grafík). Hér mætti ef til vill gera ráð fyrir því að hlutverkið skipti máli, að samnafnið hagi sér öðru vísi en sérnafnið en í málinu er slík aðgreining vel þekkt. Það má t.d. sjá í beygingu ýmissa eiginnafna, t.d. Björg og Eir, sem beygjast öðru vísi 13 Tölur (3. janúar 2020, byggðar á lemmum) í Rmh eru þessar: rómantík: 3826, kómík: 229; traffík: 830; grafík 3449. Um orðið svartlist (samheiti orðsins grafík) eru dæmin 34 en um umferð (samheiti orðsins traffík) 26.337. Samheiti orðsins kómík er óvíst en gæti t.d. verið fyndni, 1012 dæmi, gamansemi, 1832 dæmi, eða spaug, 1249 dæmi. 14 Annað dæmanna má sjá í Rmh. Orðið tragíkómík er sérstakt. Fyrri hlutinn er k­laus, tragí, ekki tragík; k­ið hefur verið klippt af. Það sýnir vel að orðið er aðkomuorð, sbr. t.d. dönsk orð með tragi að fyrri lið, þ. á m. tragikomedie og tragikomisk, hins vegar tragik. Sjá Den Danske Ordbog. tunga_22.indb 28 22.06.2020 14:03:50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.