Íþróttablaðið - 01.02.1983, Síða 7
i— ÍÞRÓTTABLA ÐIÐ -i
íþróttir og útilíf
Málgagn íþróttasambands íslands
Ritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson
Skrifstofa ritstjómar:
íþróttamiðstöðinni Laugardal
Útgefandi: Frjálst framtak hf.
Stjómarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Auglýsingastjóri:
Lilja Hrönn Hauksdóttir
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Símar 82300, 82302
Áskriftarverð kr. 246.00 (hálft ár)
Setning, umbrot, filmuvinna og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Bókband: Félagsbókbandið hf.
Litgreining Kápu: Korpus hf.
Héraðssambönd innan ÍSÍ:
Héraðssamband Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
Héraðssamband Vestur-ísfirðinga
Héraðssambandið Skarphéðinn
fþróttabandalag Akraness
íþróttabandalag Akureyrar
íþróttabandalag Hafnarfjarðar
íþróttabandalag ísafjarðar
íþróttabandalag Keflavíkur
íþróttabandalag Ólafsfjarðar
íþróttabandalag Reykjavíkur
íþróttabandalag Siglufjarðar
íþróttabandalag Suðumesja
íþróttabandalag Vestmannaeyja
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands
Ungmennasamband A-Húnvetninga
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Dalamanna
Ungmennasamband Eyjáfjarðar
Ungmennasamband Kjalamessþings
Ungmennasamband Skagafjarðar
Ungmennasamband V-Húnvetninga
Ungmennasamband V-Skaftfellinga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Ungmennasamband N-Þingeyinga
Sérsambönd innan ÍSÍ:
Badmintonsamband íslands
Blaksamband íslands
Borðtennissamband íslands
Fimleikasamband íslands
Frjálsíþróttasamband fslands
Glímusamband íslands
Golfsamband íslands
Handknattleikssamband íslands
íþróttasamband fatlaðra
Júdósamband fslands
Knattspymusamband fslands
Körfuknattleikssamband íslands
Lyftingasamband íslands
Siglingasamband íslands
Skíðasamband íslands
Skotsamband íslands
Sundsamband íslands
Ritstjómarspjall
Undirbúningur
fyrir Olympíuleikana
Næsta ár, 1984, er Ólympíuár. Vetrarleikarnir verða haldnir í
Sarajevo í Júgóslavíu en sumarleikarnir í Los Angeles í Banda-
ríkjunum. fþróttafólk víða um heim er þegar farið að búa sig undir
þátttöku í leikunum, sem enn sem fyrr verða aðalíþróttahátíð
heimsins, — hátíð sem dregur til sín tugþúsundir æskufólks sem
reynir þar með sér. Ýmsum finnst vafalaust að samkeppnissjón-
armiðið sem fram kemur á Ólympíuleikunum sé komið út í öfgar
og víst er að margar þjóðir leggja ofurkapp á að íþróttafólk þess
standi sig vel á leikunum og veki athygli á landi og þjóð og spara
ekkert til þess að árangur náist. í samkeppni viö stórþjóðirnar
eiga smáþjóðirnar í raun og veru litla möguleika, en þrátt fyrir allt
er frumhugsjón Ólympíuleikanna enn í góðu gildi — það skiptir
meira máli að vera með en að sigra.
Ef að líkum lætur munu ISIendingar taka þátt bæði í vetrarleik-
unum og sumarleikunum og mun þátttaka í vetrarleikunum þegar
ákveðin. Það hefur ekki farið framhjá neinun að á s.l. hausti efndi
Ólympíunefnd íslands til fjáröflunarherferðar — safnaði pening-
um til þess að undirbúa íslenskt íþróttafólk undir leikana. Árangur
þessarar herferðar var gðður. Almenningur í landinu var fús til
þess að láta nokkra upphæö af hendi rakna og það safnaðist
þegarsaman kom. Fjármagnið mun auðvelda verulega íslenskum
íþróttamönnum að búa sig undir leikana og auðvelda þeim að fá
þjálfara og þjálfun. Er ekkert vafamál að átak og framtak Ólym-
píunefndarinnar mun koma til góða og verða til þess að jafna
nokkuð þann hrikalega aðstöðumun sem íslenskir íþróttamenn
eiga við að búa.
Yfir síðustu sumarleika sem haldnir voru í Moskvu bar pólitísk-
an skugga, þar sem Bandaríkjamenn sáu sér ekki fært að senda
keppnislið þangað, svo og nokkur önnur lönd. Ýmsir efuðust um
að unnt væri að halda leikana svo sómi væri að án þátttöku eins
mesta íþróttaveldis heims. Víst var mikill sjónarsviptir að því að
Bandaríkjamenn og fleiri vantaði á leikana í Moskvu, en þeir urðu
samt sem áður íþróttahátíð með sama blæ og jafnan hefur verið
áður. Vonandi er að unnt verði að halda næstu Ólympíuleika og
leika framtíðarinnar í friði. — Að stjórnmálamenn hafi dregið
nokkurn lærdóm af síðustu leikum og séð að það er þeim ekki til
framdráttarað blanda stjórnmálum og íþróttum um of saman. Það
er orðið svo fátt í heiminum sem menn geta sameinast um og
unnið að í einingu. Ólympíuleikarnir eru eitt af því fáa og því er
mikilsvert að þeir og hugsjón þeirra fái að eflast og þroskast.
7