Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 15
endanlega valið eftirlandsleikina við Dani milli jóla og nýárs, en margir hafa verið þeirrar skoð- unar að liðið hefði átt að velja mun fyrr til þess að skapa meira öryggi meðal leikmanna og þar með gefa meiri tíma til þess að skapa góða liðsheild. Það, að lið- ið náði sínu besta í undirbún- ingnum í Norðurlandaferðinni virðist m.a. styrkja þessa skoðun. Það er einnig skoðun margra að við eigum nú sterku landsliði á að skipa. Undirritaður er einnig þeirrar skoðunar. Þeir leikmenn sem skipa landsliðið hafa flestir mikla reynslu að baki þótt meðalaldur leikmanna sé ekki hár. Flestir leikmannanna hafa leikið í unglingalandsliði, yngra landsliði og eiga auk þess fjöld- ann allan af A-landsleikjum að baki. Það er mikið gleðiefni að ís- lenskum markvörðum hefur far- ið mikið fram á síðustu árum og eigum við nú fleiri góða mark- verði en oftast áður. Svo virðist sem Einar Þorvarðarson sé orð- inn aðalmarkvörður landsliðsins. Það er engin tilviljun. Einar býr yfir flestum þeim kostum sem prýða afreksmarkverði. Ekki er það heldur amalegt að hafa þá Kristján Sigmundsson og Brynjar Kvaran sér til trausts og halds. Styrkleiki markvarða íslenska liðsins liggur að mínu mati í því hversu ólíkir þeir eru og verður því erfitt fyrir andstæðingana að reikna þá út. Homamenn íslenska lands- liðsins eru einnig sterkir: Bjami Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson „rakettum“ lík- astir, svo fljótir eru þeir i hraða- upphlaup. Ólafur Jónsson fyrir- liði liðsins er einnig sterkur hornamaður og liggur styrkleiki hans í því að fara inn úr horninu í tveimur skrefum. Hann er einnig eini homamaðurinn sem getur skotið fyrir utan. Ekki vantar útiskyttur í ís- lenska landsliðið. Kristján Ara- son, Sigurður Sveinsson, Alfreð Gislason og ef til vill Þorbergur Aðalsteinsson. Ekki má heldur gleyma Hans Guðmundssyni sem komið hefur sterkt út í síð- ustu leikjum. Páll Ólafsson er einnig drjúgur leikmaður og harðfylginn sem aldrei gefur eftir og getur skorað mörk úr öllum mögulegum og ómögulegum færum. Línumenn íslenska liðsins eru einnig sterkir. Þorgils Óttar er sérlega lipur og laginn sóknar- línumaður, Jóhannes baráttu- glaður og Steindór hefur mikla reynslu að baki. Enginn vafi er á því að styrk- leiki íslenska landsliðsins liggur í beittum sóknarleik og því að allir leikmenn liðsins geta skorað mörk, hvetíá sinn hátt. Nái liðið vel saman er erfitt að stöðva sóknir þess. Veikleikar liðsins liggja tvímælalaust í vörninni og það verður því að teljast eðlileg ráðstöfun hjá Hilmari Bjömssyni landsliðsþjálfara að velja Þor- Hans Guömundsson brýtur sér leið í landsleik við Dani um jóla- leytið í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.