Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 21
Fra verölaunaveitingunni eitt fyrsta árið sem verðlaunin voru veitt. Gisii
Halldórsson forseti ÍSÍ í ræðustól en við borðið sitja Sigurður Magnús-
son, Jóhann Briem, Jón Birgir Pétursson og Sigurður Dagbjartsson.
í stjóm Borðtennissambands Is-
lands um tilnefninguna.
Badmintonmaður ársins
Til þessa hafa sex badminton-
menn hlotið tilnefninguna „bad-
mintonmaður ársins“. Haraldur
Komelíusson hlaut titilinn fyrst-
ur árið 1973, en þá var hann upp
á sitt besta og nánast ósigrandi á
badmintonmótum á íslandi.
Haraldur var aftur valinn
„badmintonmaður ársins 1975,
en auk hans hafa Sigurður Har-
aldsson, Jóhann Kjartansson og
Broddi Kristjánsson hlotið titil-
inn tvívegis. Varð Broddi fyrir
valinu í ár. Broddi varð á árinu
þrefaldur íslandsmeistari, þre-
faldur Reykjavíkurmeistari og
tapaði aldrei einliðaleik á íslandi
á árinu 1982. Hann hefur leikið
alls 26 landsleiki í badminton og
unnið þar marga frækna sigra.
Blakmaður ársins
Fyrir 10 árum, þegar blak-
maður ársins var valinn í fyrsta
skipti var blakið sem keppnis-
íþrótt á bemskuskeiði sínu á ís-
landi. Síðan hafa orðið miklar
framfarir í íþróttinni, þótt enn
stöndum við nágrannaþjóðunum
nokkuð að baki. Blakmaður árs-
ins 1982 var valinn Leifur
Harðarson úr Þrótti og var þetta í
annað sinn sem hann hlaut slíkt
sæmdarheiti, og er Leifur jafn-
framt eini blakmaðurinn sem
hlotið hefur titilinn oftar en einu
sinni. Leifur er í hinu geysisigur-
sæla liði Þróttar, sem á nú að baki
glæsilegan sigraferil hérlendis og
þar af leiðandi hefur liðið unnið
alla fáanlega titla á undanföm-
um árum.
Borðtennismaður ársins
Það má segja hið sama um
borðtennis og blak — miklar
framfarir hafa orðið í íþróttinni á
síðustu árum og æ meira þarf til
Frá hófinu 16. desembers.l. Á myndinnieru m.a. Kristin Gísladóttir, fimleikamaður ársins, Konráð Bjarnason
formaður Golfsambans islands og Sigurður Pétursson golfmaður ársins 1982.
21