Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 49

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 49
Gunnlaugur Jónasson i [ Áhugi á siglingum fer stöðugt vaxandi hériendis og árangur ungra íslenskra siglingamanna í keppni erlendis á s.l. sumri sýnir svo ekki verður um villstað fraE farir þeirra eru geysilega miklar og þeir ekki langt frá þvíað vera vel samkeppnisfærir á stórmótum erlendis. Danans hingað fóru nokkrir íslendingar til æfingadvalar um þriggja vikna skeið í Hellerup, útborg Kaup- mannahafnar, sem er eins konar Mekka siglinga í heim- inum. Þar er stærsti hópur bestu Lasersiglingamanna heims samankominn, með Evrópumeistarann í broddi fylkingar. íslendingamir tóku þama þátt í einni keppni og gekk á ýmsu. Ekki hjálpaði vindleys- ið íslendingum, sem eru vanir góðum gusti eða roki. Gunnlaugur varð fremstur íslendinganna, í 13. sæti af 35 keppendum. Siglingamaður ársins 1974: Daníel Fríðríksson, Ými 1975: Ekki tilnefndur 1976: Skúli Steinsen, Ými 1977: Ekki tilnefndur 1978: Jóhann H. Níelsson, Ými 1979: Gunnlaugur Jónasson, Ými 1980: Gunnlaugur Jónasson, Ými 1981: Jóhannes öm Ævarsson, Ými 1982: Gunnlaugur Jónasson, Ými Þaðan héldu íslendingamir á Norðurlandamótið í Töns- berg. Gekk þar á ýmsu, m.a. duttu leigubátar íslending- anna í sundur (möstrin) og misstu þeir úr keppni af þeim sökum. Allir fjórir luku þeir þó tilskildum siglingum. Gunúlaugur reyndist enn bestur íslendinga, hafnaði í 38. sæti af 105 keppendum í þeirri keppni er honum tókst best upp í, en í samanlögðu varð hann í 85. sæti af 105 keppendum — bestur íslend- inga. — Þessi lélegi árangur okk- ar á Norðurlandamótinu er á engan hátt dæmigerður fyrir getu íslendinga. Yngri siglarar héðan tóku t.d. þátt í BM keppni í Englandi og urðu í 40. sæti af 80 bátum. Skal þess og getið að á Norðurlöndum eru margir af bestu siglurum heims, svo erfiðara er að ná góðum sætum í keppni þar en víðast í heiminum annars staðar. Norðurlandabúar mynda sterkasta siglingasvæði heims og skipa ævinlega toppsæti á EM og HM. Við öðluðumst hins vegar mikil- væga reynslu með utanferð okkar í sumar, sem mun síðar koma okkur að góðu haldi, sagði Gunnlaugur. Aðstöðu til siglinga á ís- landi telur Gunnlaugur góða, sumsstaðar mjög góða. Sigl- ingafélögin munu nú orðin að minnsta kosti sjö á landinu og þátttakendur hátt á annað þúsund. Vilji menn eiga sína báta er stofnkostnaður nokk- ur, en siglingafélög leigja og lána báta. Gunnlaugur vildi lítið tala um framtíðina, en í ljós kom að hann er að fá svo til nýjan tveggja manna siglingabát af gerðinni 470 til landsins frá Englandi og dreymir stórt. Hyggst hann leggja sig fram um að ná svo langt sem hann getur á þessum nýja báti með einhverjum félaga sinna úr Ými í Kópavogi. Mun Gunn- laugur freista þess að komast á mót í Kiel í júní og e.t.v. á HM í Englandi síðar í sumar. Hann og fleiri siglarar, úrvalshópur sem valinn er með þátttöku í mótum erlendis í huga, hefur hafið þrekæfingar til undir- búnings fyrir sumarið, en þegar siglingar hefjast verður úthald siglara að vera gott, ef takast á „að svífa seglum þöndum“ í stíl við bestu sigl- ingamenn heimsins. —A.St. 49

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.