Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 65

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 65
Blakmadur ársins 1982 Leiddi Þróttara til sigurs í öllu sem hægt var að vinna — og blaklið félagsins hefur ekki tapað leik síðan 1980 vorum við nálægt því að vinna lotu af þeim. Það var viður- kennt af norsku meisturunum, að lið Þróttar léki svipað og bestu mótherjar þeirra í Nor- egi. Við þann dóm getum við Þróttarar vel unað. Leifur er ekki ókunnugur blaki erlendis. Hann lék einn vetur með KFUM Volda í Noregi. í því liði var annar ís- lendingur, Tómas Jónsson, sem nú er blakþjálfari í Nor- egi. Með KFUM Volda fóru þeir Leifur og Tómas í — Ég þóttist viss um, að það yrði maður úr liði Þróttar, sem hlyti titilinn „blakmaður árs- ins 1982“. Þróttarliðið hafði á árinu unnið allt sem hægt var að vinna, og ekki tapað leik síðan 1980, sagði Leifur Harðarson, sem nú hlaut titil- inn. Hann var einnig „blak- maður ársins 1980“ og bar tit- ilinn þá — sem og nú — með mikilli sæmd. — Að ég skyldi hljóta titil- inn aftur er mér gleðiefni. Þetta er viðurkenning, sem hver og einn lítur upp til. Leifur er fyrirliði Þróttar- liðsins og þjálfari. Undir hans stjóm vann liðið íslandsmótið, bikarkeppnina, Reykjavíkur- mótið og Haustmót blak- manna, sem er opið öllum félögum á landinu. — Það er auðvitað ánægju- efni fyrir mig að lið Þróttar skuli hafa haft þá yfirburði hér heima sem það hefur sýnt. Ánægjulegt var einnig að verða vitni að og eiga þátt í góðum síðari leik Þróttar móti norsku blakmeisturunum í Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir voru leiknir í Noregi og báða unnu Norð- mennimir. Fyrri leikur okkar var slakur, en í þeim síðari Leifur Harðarson — blakmaður ársins 1982. Evrópukeppni bikarmeistara. Liðið vann bikarmeistara Luxemborgar, en tapaði í Danmörku og var úr leik. — Er blakíþróttin á uppleið á íslandi? — Já, vaxandi gróska er í íþróttinni. Ýmis ný lið hafa orðið til úti á landi, t.d. á Akranesi, í Neskaupstað, Hveragerði og Gaulverjabæ. Blakvöllur er ekki nema 9X18 m að stærð, svo blak er víðast hægt að leika þar sem hús er á annað borð, þó það gefi ekki möguleika á iðkun eða keppni í öðrum íþróttagreinum Litlir salir á Laugarvatni og Akur- eyri urðu á sínum tíma til þess, að blak var til hávega leitt. Menn á þessum stöðum gátu hreinlega ekki iðkað aðrar greinar. Hér vantar þó margt til að 65

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.