Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 68

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 68
Frjálsíþóttamaöur ársins ODDUR HLAUT TITILINN í ANNAÐ SINN Stjórn Frjálsíþróttasam- bands íslands valdi Odd Sig- urðsson „frjálsíþróttamann ársins 1982“. Það val þurfti ekki að koma á óvart þar sem Oddur stóð sig framúrskar- andi vel á síðasta keppnis- tímabili, vann mörg góð afrek og var nær ósigrandi á mótum hér innanlands. Oddur dvelur Oddur Sigurðsson spretthlaupari úr KR hlaut titiiinn ,,frjáls- íþróttamaður ársins" íannað sinn. nú í Bandaríkjunum við æf- ingar og nám og gat því ekki verið viðstaddur er verðlaunin voru afhent. í hans stað mætti Sigurður faðir hans við verð- launaafhendinguna og tók við verðlaunum sonar síns. Er þetta í annað sinn sem Oddur hlýtur titilinn „frjálsíþrótta- maður ársins“. Oddur Sigurðsson var sannkallaður „spútnik“ í ís- lenskum frjálsíþróttum þegar hann kom fyrst fram á sjónar- sviðið. Fyrsta keppnisár hans sem kalla má því nafni var ár- ið 1979, en þá keppti hann undir merki Akureyrarfélags- ins KA, þótt Reykvíkingur sé. Náði Oddur mjög góðum ár- angri það ár, varð tvöfaldur íslandsmeistari innanhúss og fimmfaldur utanhúss, auk þess sem hann lét verulega að sér kveða í Kalott-Keppninni svokölluðu, sigraði í fimm greinum og hlaut að auki tvenn silfurverðlaun í Norðurlanda- móti unglinga í fijálsum íþróttum. Fyrst í stað reyndi Oddur sig einkum í 100 og 200 metra hlaupi, en ekki leið á löng uns hann fór einnig að hlaupa 400 metra hlaup og á móti sem fram fór í Vesteraas í Svíþjóð 24. júní árið 1980 setti hann fyrsta íslandsmetið í 400 metra hlaupi, hljóp á 46,64 sekúndum. Varð það til þess að Oddur var valinn í íslenska Ólympíuliðið sem keppti í Moskvu. Þar munaði sáralitlu að honum tækist að komast í milliriðla. Að vísu náði hann ekki eins góðum árangri og í Vesteraas — hljóp á 47,39 sekúndum en var aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir hlaupara sem komst í milli- 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.