Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 47

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 47
Siglingamaður ársins Tvítugur Kópavogsbúi „siglingarmaður ársins” í þriðja sinn Tvítugur Kópavogsbúi, Gunnlaugur Jónasson, var til- nefndur „siglingamaður árs- ins 1982“. Þó Gunnlaugur sé ungur að árum er hann löngu frægur meðal siglingamanna. Titillinn „siglingamaður árs- ins“ er honum ekkert nýnæmi, því titilinn hlaut Gunnlaugur fyrst árið 1979, aftur 1980 og nú í þriðja sinn 1982. — Það kom mér ekki alveg á óvart, að ég skyldi hljóta tit- ilinn nú, þó sannarlega kæmu fleiri til greina, sagði siglinga- kappinn ungi í spjalli við íþróttablaðið. Gunnlaugi er ekki um það gefið að miklast af sigrum sínum eða yfirleitt að lýsa þeim. Hann leyndi því þó ekki, að sigur hans í opna flokknum á íslandsmótinu 1982 hafði komið honum mest á óvart og var jafnframt harð- sóttastur og um leið sætastur. Sá sigur Gunnlaugs vannst í síðustu keppni af fimm á mótinu. í þessum opna flokki kepptu menn á öllum tegund- um báta, stórum og litlum, eftir sérstökum forgjafarregl- um. í markið sigldi Gunn- laugur fyrstur allra á sínum Laser-báti, fjögurra metra fleyi með einu segli. Auk sigurs og íslandsmeist- aratitils í opna flokknum varð —Hyggst freista gæfunnar á stór- mótum erlendis í sumar Gunnlaugur íslandsmeistari í flokki Laserbáta. — Laserbátar eru sérlega liprir og skemmtilegir, en krefjast einnig hvað mest allra báta af siglingamanninum, Þessi bátategund á hvað mestum vinsældum að fagna meðal siglingamanna heims. í þeim flokki eru margir af bestu siglingamönnum heims, keppnin mjög hörð og geta manna á hvað hæstu stigi, sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur byijaði að fylgjast með siglingum á Kópavogi er hann var barn að aldri og hefur verið þáíttak- andi í siglingum frá 13 ára aldri. Á sl. sumri tók umheimur- inn verulega að opnast fyrir Gunnlaugi á þessu sviði. Hingað kom Evrópumeistar- inn í Laser flokki, Stefan Myralf frá Danmörku, og sagði íslenskum siglinga- mönnum til í þrjá daga. Nutu margir góðs af og öðluðust nýjan skilning á siglinga- íþróttinni. í kjölfar komu Gunnlaugur Jónasson — fremstur íslenskra siglingamanna. 47

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.