Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 29

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 29
Borðtennismaður ársins Ásta Urbancic — safnaði titlum á árinu 1982 og verðskuldaði fyliilega sæmdarheitið borðtennis- maður ársins. Átti frekar von á titl- inum fyrir nokkrum árum Ásta Urbancic, þrefaldur íslands- og Reykja- vikurmeistari í borðtennis Ásta Urbancic, 24 ára stjómarkona í Borðtennis- sambandinu, var tilnefnd „borðtennismaður ársins 1982“. Það var íþróttablaðið, sem valdi til þessa titils, en stjóm Borðtennissambandsins færðist undan því að velja einn úr hópi sinna bestu leik- manna. Ásta hefur undanfarna vetur stundað nám í landa- fræði við HÍ og lýkur brátt B.A. prófi í þeirri grein. Á sumrin hefur hún verið og er fararstjóri á Ítalíu fyrir Sam- vinnuferðir — Landsýn með aðsetri ytra. — Ég varð all hissa, er ég fékk tilkynninguna um valið, en að sjálfsögðu líka glöð og ánægð. Satt að segja hefur mér stundum fundist, að ég hafi átt þennan titil fremur skilið fyrir nokkrum árum en nú. En árið 1982 var þokkalegt ár hjá mér. Ég varð þrefaldur íslandsmeistari þ.e. í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik og kvennasveit Arnarins, sem ég keppi með, varð í öðru sæti í flokkakeppninni. Þá varð ég Reykjavíkurmeistari í þremur greinum. vann eitt punktamót í borðtennis, sem haldin eru sem stigakeppni yfir allan veturinn og samanlagt varð ég í öðru sæti á eftir Ragnheiði Sigurðardóttur, UMSB, sem verið hefur „borðtennismaður ársins“ tvö sl. ár. Ásta sagði okkur, að hún hefði einnig farið utan með landsliðinu til Jersey.á liðnu ári, ein borðtenniskvenna. Þar töpuðust allir leikir, naumlega 29

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.