Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 13
B-keppnin sem slík ætti að vera auðveldari, þar sem fimm þjóðir komast áfram úr B-hópnum upp í A-hópinn. Þátttökuþjóðimar — riðlaskiptingin Þjóðunum 12 sem taka þátt í B-heimsmeistarakeppninni að þessu sinni er skipt niður í þrjá riðla eftir styrkleika og komast tvær þjóðir áfram úr hverjum riðli. Sex þjóðir komast því í úr- slitakeppnina og leika þær síðan allar innbyrðis um sætin tvö eft- irsóttu sem gefa þátttökurétt í Ólympíuleikunum. Þær þjóðir sem lenda í þriðja og fjórða sæti í riðlunum þremur leika hins veg- ar um sæti 6.—12. og þær sem lenda aftar en í áttunda sæti verða að bíta í það súra epli að falla niður um flokk eða í C-hópinn, sem oft er kallaður „kjallarinn“ meðal handknatt- leiksmanna. Riðlaskiptingin í keppninni í Hollandi er þannig: A-riðill Ungverjaland Svíþjóð ísrael Búlgaría B-riðill V-Þýskaland Tékkóslóvakía Frakkland Holland C-riðill Spánn Sviss ísland Belgía Tvær fyrstnefndu þjóðimar í hverjum riðli tóku þátt í síðustu A-heimsmeistarakeppni sem haldin var í Vestur-Þýskalandi í fyrra, en náðu ekki þeim árangri þar að verða í einu af sex efstu sætunum. Þjóðir þær sem skipa þriðja sætið í hverjum riðli urðu númer fimm til átta í síðustu B- keppni sem haldin var í Frakk- landi, sællar minningar. Liðin sem skipa fjórða sætið í riðlunum komu úr C-hópnum. Það er greinilegt að Hollendingar hafa það markmið að kynna hand- knattleik úti um landið, því að keppnisstaðir í B-keppninni eru hvorki fleiri né færri en 22 talsins í jafnmörgum borgum. Með- fylgjandi mynd sýnir þá staði þar sem verður keppt. Skipan íslenska liðsins og undir- búningur Sjaldan eða aldrei hefur ís- lenskt landslið í handknattleik búið sig jafnvel og mikið undir heimsmeistarakeppni og að þessu sinni. Til marks um það hefur íslenska landsliðið leikið 22 landsleiki á þessu keppnistíma- bili og leyfi ég mér að fullyrða að engin þeirra þjóða sem taka þátt í keppninni í Hollandi hefur leikið jafn marga leiki. Til samanburð- ar má nefna undirbúning V-Þjóðverja sem hafa þó sett sér það markmið að verða í fyrsta eða öðru sæti í keppninni. Þeir hafa leikið 15 landsleiki fyrir keppnina, þar af 11 á heimavelli og æfingadagar þýska landsliðs- ins eru mun færri en íslenska landsliðsins. Það gefur því auga leið að 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.