Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 13

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 13
B-keppnin sem slík ætti að vera auðveldari, þar sem fimm þjóðir komast áfram úr B-hópnum upp í A-hópinn. Þátttökuþjóðimar — riðlaskiptingin Þjóðunum 12 sem taka þátt í B-heimsmeistarakeppninni að þessu sinni er skipt niður í þrjá riðla eftir styrkleika og komast tvær þjóðir áfram úr hverjum riðli. Sex þjóðir komast því í úr- slitakeppnina og leika þær síðan allar innbyrðis um sætin tvö eft- irsóttu sem gefa þátttökurétt í Ólympíuleikunum. Þær þjóðir sem lenda í þriðja og fjórða sæti í riðlunum þremur leika hins veg- ar um sæti 6.—12. og þær sem lenda aftar en í áttunda sæti verða að bíta í það súra epli að falla niður um flokk eða í C-hópinn, sem oft er kallaður „kjallarinn“ meðal handknatt- leiksmanna. Riðlaskiptingin í keppninni í Hollandi er þannig: A-riðill Ungverjaland Svíþjóð ísrael Búlgaría B-riðill V-Þýskaland Tékkóslóvakía Frakkland Holland C-riðill Spánn Sviss ísland Belgía Tvær fyrstnefndu þjóðimar í hverjum riðli tóku þátt í síðustu A-heimsmeistarakeppni sem haldin var í Vestur-Þýskalandi í fyrra, en náðu ekki þeim árangri þar að verða í einu af sex efstu sætunum. Þjóðir þær sem skipa þriðja sætið í hverjum riðli urðu númer fimm til átta í síðustu B- keppni sem haldin var í Frakk- landi, sællar minningar. Liðin sem skipa fjórða sætið í riðlunum komu úr C-hópnum. Það er greinilegt að Hollendingar hafa það markmið að kynna hand- knattleik úti um landið, því að keppnisstaðir í B-keppninni eru hvorki fleiri né færri en 22 talsins í jafnmörgum borgum. Með- fylgjandi mynd sýnir þá staði þar sem verður keppt. Skipan íslenska liðsins og undir- búningur Sjaldan eða aldrei hefur ís- lenskt landslið í handknattleik búið sig jafnvel og mikið undir heimsmeistarakeppni og að þessu sinni. Til marks um það hefur íslenska landsliðið leikið 22 landsleiki á þessu keppnistíma- bili og leyfi ég mér að fullyrða að engin þeirra þjóða sem taka þátt í keppninni í Hollandi hefur leikið jafn marga leiki. Til samanburð- ar má nefna undirbúning V-Þjóðverja sem hafa þó sett sér það markmið að verða í fyrsta eða öðru sæti í keppninni. Þeir hafa leikið 15 landsleiki fyrir keppnina, þar af 11 á heimavelli og æfingadagar þýska landsliðs- ins eru mun færri en íslenska landsliðsins. Það gefur því auga leið að 13

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.