Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 43
Kristján Arason er óvenjulega fjölhæfur handknattleiksmaður. Góð
skytta, snjall gegnumbrotsmaður og síðast en ekki síst er hann sterkur
varnarmaður.
áhersla á að við fáum marga úti-
leiki fyrir keppnina, svo sem
núna í áðurnefndri ferð, og á
mótinu í Austur-Þýskalandi. Það
gefur ómetanlega reynslu, að
hafa leikið á svo mörgum úti-
völlum rétt fyrir keppni af þessu
tagi. Of oft hefur íslenskt landslið
gert þá skyssu að leika nær ein-
göngu heimaleiki fyrir stórmót,
en það er bara ekki nóg. Hér
heima þekkjum við allar aðstæð-
ur, áhorfendur eru á okkar bandi,
við þurfum ekki að búa á hótel-
um eða fara í löng ferðalög, allt er
okkur hagstætt, en samanburð-
urinn verður ekki raunhæfur.
Það er hins vegar afskaplega
erfitt að leika gegn mörgum
þessara þjóða sem við keppum
við, og þar mætast landslið í
rauninni ekki á jafnréttisgrund-
velli. Leikmenn landsliða frá
Austur-Evrópu segja okkur til
dæmist að þeir séu í æfingabúð-
um í allt að átta mánuði fyrir
svona mót, ®g þeir þurfa ekki að
hafa miklar áhyggjur af öðru en
íþróttinni. Við getum sennilega
seint staðið þeim fyllilega á
sporði, en með réttum undirbún-
ingi eigum við þó að eiga alla
möguleika á stórmótum.
Danir hafa til dæmis farið al-
veg rétt að í þessum efnum, enda
eru þeir iðulega í allra fremstu
röð á alþjóðlegum handknatt-
leiksmótum, og eru eina Norður-
landaþjóðin sem náð hefur svo
langt. Þeir miða allt við þessi
stóru mót í undirbúningi sínum,
æfa og leika í langan tíma með
ákveðið takmark í huga, og hefur
tekist að ná langt. Þess á milli
eiga Danir ekki endilega neitt
sérstakt landslið, þeir tapa fyrir
Svíum í vináttuleikjum oft og
iðulega, en þó ná Svíar yfirleitt
ekki eins langt og þeir á stórmót-
um. — Þetta getur kennt okkur
margt, og ég held að núna séum
við á réttri leið. Ég vil hins vegar
enn vara við því að fólk geri sér
alltof háar hugmyndir um ár-
angurinn, og við leikmenn erum
að minnsta kosti vissir um að við
ætlum ekki að tapa á bjartsýninni
einni saman. Hún er nauðsynleg,
en getur líka orðið of mikil!
Við tökum hvern leik fyrir sig,
ætlum að vinna hann, gleymum á
meðan næsta leik á undan —
hvort sem hann tapaðist eða
vannst — og erum heldur ekki
með hugann við næsta leik.“
Tveir mánuðir í landsliðið í
vetur
— Fáið þið að einhverju leyti
greitt fyrir að leika með landslið-
inu, eða hvemig er hægt að eyða
öllum þessum tíma í íþróttina?
„Við fáum greidda dagpeninga
fyrir þá virku daga, sem við erum
úti, og vinnutap er í flestum til-
vikum greitt með einhverjum
hætti, enda hafa atvinnurekend-
ur venjulega sýnt landsliðinu
Handknattleiksmaður
ársins
1973: Geir Hallsteinsson, FH
1974: Viðar Símonarson, FH
1975: Hörður Sigmarsson, Haukum
1976: Pálmi Pálmason, Fram
1977: Björgvin Björgvinss., Vík.
1978: Ámi Indriðason, Víkingi
1979: Brynjar Kvaran, Val
1980: Páll Björgvinsson, Víkingi
1981: Sigurður Sveinsson, Þrótti
1982: Krístján Arason, FH
43