Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 12

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 12
EKKERT LIÐIB-KEPPN- INNIHEFUR BÚIÐ SIG EINS VEL UNDIR HANA OG ÍSLENDINGAR GERÐU íslenska landsliðsins í handknattleik bíður erfitt verkefni síðast í þessum mánuði og í byrjun hins næsta, eða nánar tiltekið dagana 25. febrúar til 6. mars. Á þessu tímabili fer fram svokölluð B-heims- meistarakeppni í hand- knattleik í Hollandi og er ísland þar á meðal ellefu annarra sterkra handknatt- leiksþjóða. Svonefnd B-heimsmeistarakeppni fer fram á tveggja ára fresti og er stökkpallur fyrir þær þjóðir sem þar standa sig best í það að komast í hóp bestu handknattleiksþjóða heims — leika í A-flokki. Að þessu sinni er einnig um að ræða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles og því til mikils að vinna. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að að- eins tvær þjóðir af þeim 12 sem leika í Hollandi komast áfram á sjálfa Ólympíuleikana og er því augljóst að róðurinn verður þungur fyrir íslendinga. Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrverandi landsliðsþjálfari skrifar um B-keppnina í Hollandi og möguleika íslands Jóhann Ingi Gunnarsson 12

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.