Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 30

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 30
Ásta Urbancic fyrir Jersey en illa fyrir Guemsey, Portugal og Tyrk- landi. Ásta byrjaði að æfa borð- tennis 16 ára árið 1974. ís- landsmeistari í einliðaleik varð hún 1975, ’76 og ’77 en það ár varð hún fjórfaldur ís- landsmeistari. Á þessum árum vann hún öll mót sem hún tók þátt í. Það er því ekki út í loft- ið, að Ásu hafi fyrr á árum dottið í hug, að hún hlyti titil- inn „borðtennismaður árs- ins“. En líf íþróttafólks er ekki stöðugur dans á rósum. 1978 og 1979 var Ásta er- lendis og æfði ekki né keppti hér. 1980 varð hún í 2.—3. sæti. Var fararstjóri í hópi ís- lendinga er fóru á Norður- landamótið 1981, keppti á HM í Júgóslavíu 1981, en tapaði þar í fyrstu umferð og var úr leik eins og allir íslend- ingar nema tvíliðaleiksmenn karla, sem unnu í 1. umferð. Ásta hefur setið í stjórn Borð- tennissambandsins síðan hún var 17 ára að undanskildum árunum er hún var erlendis (’78 og ’79). — Hver er leyndardómur- inn við að ná langt í borð- tennis? — Borðtennis er mikil tækniíþrótt. Til að ná langt þarf mikla snerpu og umfram allt að vera fljótur að átta sig. Það þarf ekki krafta eða átök og sterkleg líkamsbygg er á engan hátt æskileg. Satt best að segja eru ýmsir þeirra al- bestu hálf veimiltítulegir á velli. Þessa tækniíþrótt þarf að æfa og æfa. Að vísu er mis- munandi hve mikla æfingu menn þurfa. Sumir, ég t.d., þurfa mikla æfingu og eru fljótir að detta niður ef hlé verður á æfingum. — Aðstaðan hér? — Hún er slæm. Fyrst og fremst af því að húsin hér eru lokuð frá 1. maí fram í september og aftur hálfan mánuð um jólin. Það næst stundum fyrir jól að koma sér í góða þjálfun — þá kemur hlé. Síðan er að ná sér upp fyrir mótatímabilið sem stendur til vors. Erlendis geta þeir sem vilja æft 5—7 sinnum í viku allt árið. Mitt félag, Örninn, hefur æfingaaðstöðu í sal á lofti Laugardalshallar. Enga yfir sumarið. Gerpla og KR hafa hús sín opin yfir sumarið fyrir þeirra fólk. Það er meira að segja aðeins fyrir velvilja starfsmanna Laugardalshall- ar, að við fáum að æfa þegar 1. deildarleikir eru í höllinni. Þá átti að loka æfingaaðstöðu okkar — en starfsmennimir sáu aumur á okkur og lofa okkur að komast í litla salinn. — Hvers óskar þú helst fyrir borðtennisíþróttina hér? — Ef ég ætti ósk myndi ég óska eftir færum þjálfurum. Annars skortir okkur borð- tennisfólk margt. Það vantar fleira fólk til æfinga og keppni og utanferðir þyrftu að aukast, því hér kunna næstum allir á alla, en sérstaka tækni þarf á hvem mótherja, og aðeins með stöðugri þátttöku er- lendis fylgjumst við með í nýjustu tækni t.d. við uppgjöf og fleira. íslenskt borðtennis- fólk stefnir ekki að heimstitl- um, heldur fyrst og fremst að því að vera með og fylgjast vel með, sagði Ásta. Hún ætlar að æfa til vors, en þá hverfur hún, eins og farfugl, til Ítalíu og í haust hyggur hún á frekara landafræðinám erlendis, meistaragráðu eða jafnvel ennþá meira. En hún er vel að titlinum „borðtennismaður ársins 1982“ komin. — A.St. Borðtennismaður ársins 1973: Hjálmar Aðalsteinsson, KR 1974: Jón Sigurðsson, ÍBK 1975: Gunnar Finnbjömss., Eminum 1976: Hjálmtýr Hafsteinsson, KR 1977: Stefán Konráðsson, Gerplu 1978: Tómas Guðjónsson, KR 1979: Guðbjörg Eiríksdóttir, ÍFR 1980: Ragnhildur Sigurðard., UMSB 1981: Ragnhildur Sigurðard., UMSB 1982: Ásta Urbancic, Eminum Bifreiðaeigendur! Hjá okkur getur þú þvegið, bónað og gert við bifreiðina sjálfur frá kl. 09.00—22.00, eða látið okkur annast það. Bílaþjónustan Laugavegi 168 — Sími25125 (Innakstur frá Brautarholti) *...... ' Næturþjónusta! Við tökum einnig að okkur að þvo og bóna bifreiðina fyrir þig frá kl. 22.00—08.00. Þú getur skilið hana eftir að kvöldi og við afhendur hana hreina að morgni. v J

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.