Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 63

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 63
Sundmaður ársins um og fjrfaldur Kalottmeisfari — Ég verð að viðurkenna, að ég átti hálft í hvoru von á að vinna þennan titil, en um hann hafði verið mikil barátta milli Guðrúnar Femu, sund- konu í Ægi og mín, sagði Ingi Þór Jónsson, tvítugur Akur- nesingur, sem nú endurheimti titilinn „sundmaður ársins 1982“, en slíkan titil hlaut hann fyrst 1980. — Það sem útslagið gerði mun vera að ég átti tvö bestu afrek ársins, samkvæmt stiga- töflu, en þeim náði ég í 200 m skriðsundi, þar sem ég hlaut 813 stig og í 100 m skriðsundi þar sem ég hlaut 812 stig. Ætla má þó að fleira ráði vali „sundmanns ársins“ en tvö bestu afrek ársins. Ingi Þór Jónsson vann marga sæta sigra og glæsta og frábær af- rek. Hann varð t.d. fjórfaldur meistari á Kalott-keppninni í sundi, sigraði í 100 og 200 m flugsundi, 200 m fjórsundi og var í sigursveit fslands í 4X 100 m fjórsundi. Hann setti einnig Kalott- met í þremur greinum, 100 m flugsundi á 59.6 sekúndum, 200 m flugsundi á 2X10.7 mín. og í 4 X 100 m fjórsundi á 4:04.4 mínútum. — Já, árið 1982 gekk þetta allt þokkalega hjá mér. Ég vann ellefu íslandsmeistara- titla inni og úti og varð að auki stighæstur allra keppenda í Kalott-keppninni í Finnlandi. En vænst þótti mér þó um sigur Akurnesinga í bikar- keppninni í sundi. Það var sælustund er sá sigur var í höfn, sagði Ingi Þór yfirlætis- laust en ákveðið. Fáir íslenskir íþróttamenn geta verið ánægðari með árið en einmitt Ingi Þór. Ingi Þór Jónsson er einstak- ur afreksmaður. Hann hefur Ingi Þór Jónsson — sundmað- urinn snjalli frá Akranesi. sett 51 íslandsmet síðan hann byrjaði að ryðja þeim úr vegi árið 1980. Hann er nú hand- hafi íslandsmeta í 9 greinum; 50, 100, 200 og 800 m skrið- sundi, 50, 100 og 200 m flug- sundi, 50 m baksundi og var í Akranessveitinni, sem á ís- landsmet í 4X100 m fjór- sundi. — Ég kom fyrst á sundæf- ingu í Bjamarlaug á Akranesi 1972, þá tíu ára og hef átt þar margar góðar stundir. Það er merkilegt hvað sundfólk á Akranesi hefur náð langt með æfingum í þessari litlu laug, sem aðeins er 12,5 m á lengd, eða nokkru styttri en Laugar- dalslaugin er breið. Ég held að sundflokkur Akraness væri sá langbesti í landinu, ef aðstað- an þar væri sambærileg við það sem er á ýmsum öðrum stöðum. Sundáhuginn er mik- ill á Akranesi og komast færri að til æfinga en vilja. Hinn sterki kjarni, sem þar er, laðar æskuna að sundíþróttinni. — Ertu ánægður með þró- un mála í sundinu? 63

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.