Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 25

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 25
Verðlaunahafar árið 1977. Gísli Torfason, Berglind Pétursdóttir, Þórunn Alfreðsdóttir, Kristinn Jörundsson, Valdemar Jónasson, Gústaf Agnars- son, Hörður Barðdal, Stefán Konráðsson, Sigurður Haraldsson, Björg- vin Þorsteinsson, Guðmundur Freyr Halldórsson, Gísli Þorsteinsson og Hreinn Halldórsson. hérlendis um þessar mundir og margir fræknir siglingakappar komið fram á sjónarsviðið — enginn þó snjallari en Gunn- laugur Jónasson sem var valinn siglingamaður ársins í þriðja sinn. Gunnlaugur átti einkar ár- angursríkt keppnistímabil sl. sumar og safnaði mörgum ís- landsmeistaratitlinum auk þess sem hann stóð sig með miklum sóma á Norðurlandameistara- móti siglingamanna á Laser bát- um. Skotmaður ársins Skotsamband íslands var stofnað árið 1979 og síðan hefur skotmaður ársins jafnan verið valinn. Carl Eiríksson varð nú fyrir valinu í annað sinn, hann hlaut titilinn einnig árið 1980. Carl er einn elsti keppandinn í skotfimi á íslandi, en aldurinn hefur ekki unnið á móti honum, nema síður væri, þar sem hann hefur náð frábærum árangri og varð t.d. fjórfaldur íslandsmeist- ari á keppnistímabilinu 1982. Skíðamaður ársins Ungur göngugarpur frá ísa- firði, Einar Ólafsson, var valinn skíðamaður ársins 1982 og hafði titilinn með sér vestur á ísafjörð Er það raunar ekki í fyrsta sinn sem titillinn fer þangað þar sem félagi Einars, Sigurður Jónsson varð fyrir valinu 1976 og 1977. Þótt Einar sé ekki enn kominn á þann aldur sem ætla má að sé besti aldur skíðagöngumanna hefur hann vakið óskipta athygli fyrir ágæt afrek sín, eins og t.d. í 15 km skíðagöngu á HM í Osló 1982, en hann náði mjög góðum árangri og í 4X 10 km boðgöngu sama móts gekk hann fyrsta sprett íslensku sveitarinnar og gekk sennilega betur en íslend- ingur hefur gert í stórmóti til þessa. Sundmaður ársins Þriðja árið í röð var það Akur- nesingur sem valinn var sund- maður ársins. Titilhafi nú er Ingi Þór Jónsson sem einnig var val- inn árið 1980. Það er annars Þór- unn Alfreðsdóttir úr Ægi sem oftast hefur orðið fyrir valinu, eða fjórum sinnum alls. Ingi Þór á óvenjulega glæsilegan feril að baki, þótt hann sé aðeins tvítugur að aldri og hefur sett alls 51 ís- landsmet til þessa og hann vann bestu sundafrek íslendinga á ár- inu 1982, ef metið er út frá stiga- töflu. Þá má heldur ekki gleyma því að Ingi Þór var fyrirliði sundfólksins frá Akranesi sem vann frækinn sigur í bikarkeppni Sundsambands íslands árið 1982. 25

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.