Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 66

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 66
Leifur Harðarson vel sé. Þó aukið fjör sé að fær- ast í unglingaflokkana, mætti það þó vera enn meira. Okkur vantar hávaxna unglinga sem vilja hefja æfingar 12 ára eða yngri. Á þann hátt einan gæt- um við byggt upp gott lands- lið. Okkar landsliðsmenn nú eru að meðaltali nálega 20 cm lægri en leikmenn toppliða. Hér eru landsliðsmenn allt niður í 1,68 að hæð en erlendis þetta 1.90—2 metrar. Blakmaður ársins 1973: Þór Sigþórsson, fS 1974: Halldór Jónsson, ÍS 1975: Indriði Amórsson, ÍS 1976: Guðmimdur Pálsson, Þrótti 1977: Valdemar Jónasson, Þrótti 1978: Jóhanna Guðjónsd., Völsungi 1979: Haraldur G. Hlöðverss., UMFL 1980: LeifurHarðarson, Þrótti 1981: Friðjón Bjamason, IS 1982: Lcifur Harðarson, Þrótti — Við höfum leikið samtals 35 landsleiki í blaki. Einn leikmannanna hefur verið með í þeim öllum, Guðmundur Pálsson. Hann hóf þó ekki æfingar fyrr en hann var um tvítugt. Hinn trausta bakgrunn æskuáranna og nánast uppeldi í blaki skortir í íslenska landsliðið. Þetta þurfum við að laga. Eina þjóðin, sem íslenska landsliðið hefur unnið til þessa í blaki eru Færeyingar. Unglingalið þeirra sigrar hins vegar okkar unglinga. Færeyingar hafa nú hætt að leika landsleiki full- orðinna, ætla að bíða með það þar til unglingalið þeirra tekur við A-landsliðshlutverkinu. Þetta verður að teljast skyn- samleg stefna. — Hvað átt þú marga landsleiki að baki? — Mírúr eru 24 talsins, þar af 4 á Norðurlandamótum — fyrst 1976. Allir þessir leikir, nema tveir, voru leiknir er- lendis og allir hafa tapast — nema leikir gegn Færeying- um. Blak á Norðurlöndum hefur verið í mjög föstum skorðum. Finnar eru bestir og eiga lið á heimsmælikvarða, síðan koma Svíar, þá Danir, Norðmenn og íslendingar. Þessi röð hefur ekki haggast lengi. — Ef þú ættir eina ósk til handa blakíþróttinni? — Best teldi ég að fá er- lenda þjálfara. Það hefur Þróttur lengi reynt, auglýst víða, en varla fengið svar. Með erlendum þjálfurum myndi breiddin aukast von- andi. Nú eru Þróttur og íþróttafélag stúdenta í sér- flokki. Ekkert hinna liðanna nálgast þau að getu. íslensk félög hafa fengið tvo sænska þjálfara (annar fæddur ís- lendingur) og hér starfar nú kínverskur þjálfari hjá Víkingi og landsliðinu. Allir hafa þeir haft góð áhrif og Kínverjinn þó langmest og er mjög góður. Við erum í framför, þó of hægt miði kannski. — Framtíðin hjá þér? — Ég verð með á fullu, æfi eins og verið hefur og mun halda áfram þjálfun kvenna- flokkanna, segir Leifur Harðarson. Hann á oftast langan vinnudag, er íþrótta- kennari Seljaskóla, en æfir og þjálfar blak fram eftir öllum kvöldum og er oftast að til 11.30 á kvöldin. Á sumrin þegar hann á frí frá blaki leikur hann og keppir í knattspymu og þjálfaði knattspymulið sl. sumar. En með sóma ber hann tit- ilinn „blakmaður ársins 1982“. A.S. 66

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.