Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 74

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 74
Útsýnið frá skíðasvæði ísfirðinga er óborganlegt á fallegum dögum. Þar séstyfir tignarlegan fjallahring og til kaupstaðarins. mælikvarða, eða um 1200 metrar og efri lyfta sem er 650 metrar. Þá er einnig bamatoglyfta fyrir yngstu bömin á svæðinu og er hún jafnan töluvert mikið notuð. Bjöm Helgason sagði að neðri lyftan væri mjög góð fyrir þá sem ekki væru mikið þjálfaðir í að renna sér á skíðum. Hún endaði á svokölluðum Gullhól og þar sagði Björn að væri oft að sjá sól þótt ekki færi mikið fyrir henni annars staðar. Frá Gullhól er hægt að fara ýmsar leiðir niður og fer það eftir hæfni og getu hvers einstaklings. Efri lyftan flytur hins vegar alla leið upp í svokallaða Skál, sem er undir toppnum á fjallinu. Þegar þang- að er komið er unnt að renna sér um það bil tvo kílómetra niður að neðri lyftunni — auðvitað þó ekki beint. Úr endastöð á efri lyftu er fag- urt um að litast þegar skyggni er gott. Þá er komið í 650 metra hæð og sér vel yfir allan Seljalandsdal, Tungudal, Engidal, Dagverðar- dal og fram eftir öllum heiðum. Aðstaða fyrir skíðafólk að öðru leyti er mjög góð. í skíðaskálan- um Skíðheimum er aðstaða bæði fyrir gistingu og veitingar. Þar eru 35 rúm í 4 til 6 manna her- bergjum, veitingasalur, baðað- staða, skíðaleiga og skíða- geymsla. Ekki tekur nema stutta stund að komast frá ísafirði í Skíðheima, þangað eru 3,5 kíló- metrar. Á ísafirði er góð aðstaða m.a. unnt að fara í sund, þar er heilsurækt og gufubað fyrir þá sem þess óska. ísfirðingar eiga von á mörgu skíðafólki til sín í vetur að venju, og er ekki að efa að hin ágæta aðstaða þeirra verður vel nýtt. Gerist áskrifendur að íþróttablaðinu Áskriftarsímar 82300 - 82302 74

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.