Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 18
íþróttamenn ársins 1982. Frá vinstri fremstu röð: Móðir Kristjáns Arasonar er tóu við verðlaunum hans, Ásta
Urbancic, Kristín Gísladóttir, Linda Jónsdóttir. Miðröð: Gunnlaugur Jóvasson, Einar Ólafsson og Elísabet Vil-
hjálmsson. Aftasta röð: Þorsteinn Bjarnason, Jón Páll Sigmarsson, faðir Odds Sigurðssonar er tók Jið verð-
launum hans, Bjarni Friðriksson, Sigurður Pétursson, Leifur Harðarson, Carl Elríksson, Broddi Kristjánsson,
Hjálmar Sigurðsson er tók við verðlaunum Péturs Yngavasonar og Ingi Þór Jónsson.
ÍÞRÓTT AMENN ÁRSINS
VALDIR OG HEIÐRAÐIR í
TÍUNDA SINN
16. desember gengust
íþróttasamband íslands og
Frjálst framtak hf. fyrir
kvöldverðarboði að Hótel
Loftleiðum og voru þar veitt
verðlaun „íþróttamanni árs-
ins“ í þeim íþróttagrein-
um sem iðkaðar eru innan
ÍSÍ í tíunda sinn. Það var
fyrst árið 1973 sem slík
verðlaunaveiting var tekin
upp og hefur hún verið ár-
viss viðburður í íþróttalífinu
æ síðan. Að þessu sinni nutu
framkvæmdaaðilar rausnar-
legs stuðnings Adi-
das-umboðsins á íslandi, en
það fyrirtæki — Heild-
verslun Björgvins Schram
— gaf kvöldverðinn. Mættu
í hófið forystumenn
íþróttasambands íslands,
forsvarsmenn sérsambanda
ÍSÍ, íþróttafólkið er heiðrað
var eða fulltrúar þess og
forsvarsmenn Frjáls fram-
taks hf. — útgáfuaðila
íþróttablaðsins.
Veislustjóri var Bjöm Vil-
mundarson framkvæmdastjóri
ÍSÍ, en ávörp fluttu Sveinn
Bjömsson forseti ÍSf, Magnús
Hreggviðsson stjómarformaður
Frjáls framtaks hf. og Hreggviður
Jónsson formaður Skíðasam-
bands íslands. í ávarpi sínu sagði
Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ að
verðlaunaveiting fþróttablaðsins
væri mikilsverður viðburður fyrir
íþróttahreyfinguna — hvetjandi
fyrir íþróttafólkið að leggja sig
18