Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 39

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 39
Knattspyrnumaður ársins „Hver gleymir leik við Hollendinga sem lyktar með jaf ntef li 1:1 ” Þorsteinn Bjarnason, IBK ,,Knattspyrnumadur ársins 1982“ — segir „knatt- spyrnumaður ársins 1982” „Ég er auðvitað ánægður með titilinn. Þáð að vera val- inn af stjóm KSÍ „knatt- spymumaður ársins 1982“ er vissulega fjöður í hattinn“ sagði Þorsteinn Bjamason, markvörður Keflvíkinga, sem hreppti titilinn í knattspyrn- unni. „Þetta kom flatt upp á mig, ekki síst vegna þess að það var einnig markvörður, Guðmundur Baldursson Fram, sem var útnefndur til titilsins 1981. í þessum hóp- íþróttum er mikil spenna ríkj- andi. Og þegar einn er valinn eða tilnefndur úr hópliði, þá eiga margir liðsfélagar þátt í því, þó einn sé útvalinn" sagði Þorsteinn. „Ég er því þakklát- ur bæði þeim sem með mér léku og þeim sem tilnefndu mig.“ Árið 1982 var gott hjá mér, með því besta sem ég hef átt. Ég keppti að því að endur- heimta sæti mitt í landsliðinu — og það tókst. Ég var kom- inn í liðið 1981 og lék þá síðast með gegn Dönum. Meiðsli er ég hlaut gegn Reyni í Sand- gerði bundu enda á veru mína í landsliðinu. Því sæti náði ég aftur 1982. Þorsteinn sagði að margir leikir ársins væru sér minnis- stæðir, þó hver með sínu móti. Einna minnisstæðastur er leikurinn á móti Spánverjum. Þeir ætluðu að salla mörkum á íslendinga, töluðu um minnst fimm. Bæði leikmönnum þeirra og spönskum áhorf- endum rann í skap er ekkert gerðist og mínútumar liðu. Seint og um síðir tryggðu þeir sér sigurinn með einu marki gegn engu. Leikurinn við fra var minnisstæður fyrir það, hve grófir íramir voru. Þor- steinn fékk í sig spark nánast í hverju návígi. Enginn íslensk- ur markvörður myndi gleyma leik gegn Hollandi, sem lýkur með jafntefli 1:1 eða leik gegn A-Þjóðverjum, sem Ólympíu- meistaramir vinna aðeins með 1:0. — Árið 1982 var ekki síður eftirminnilegt hjá okkur Kefl- víkingum, segir Þorsteinn. Við börðumst fyrir lífi okkar í 1. deild allt sumarið. Þá var skemmtilegt að finna, að eng- inn liðsmanna gafst upp, menn stóðu saman sem einn maður. Kannski er síðasti leikurinn með ÍBK, gegn ís- friðingum fyrir vestan, eftir- minnilegastur. Á sama tíma léku Vestmannaeyingar og Framarar og einnig Breiða- 39

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.