Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 78

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 78
A útivelli Frábær árangur ást- ralskrar stúlku Það gerist nú æ algengara að konur taki þátt í maraþon- hlaupum og margar þeirra hafa náð ótrúlega góðum árangri. Meðal þeirra er Allison Roe frá Nýja-Sjálandi sem tók þátt í maraþonhlaupi í New York um áramótin og hljóp þá rösklega 42 kflómetra á 2 klukkustundum 25 mín- útum og 29 sekúndum. Meðal þátttakenda í hlaupi þessu var Ingemar Johansson, fyrrver- andi heimsmeistari í hnefa- leikum, og varð hann eðlilega langt á eftir Roe. Þátttaka hans vakti þó mun meiri at- hygli en árangur Roe, og hafði nokkurn eftirmála. Það kom sem sagt í Ijós að forráðamenn hlaupsins höfðu greitt honum og nokkrum öðrum frægum persónum allt að 150 þúsund krónur fyrir að taka þátt í hlaupinu. Pele er ólatur við að leggja lið sitt Þótt knattspyrnustjaman Pele sé nú komin á fimmtugs- aldurinn og hann hættur að mestu að leika knattspymu, em vinsældir hans ennþá gíf- urlegar. Þegar mikið liggur við, t.d. í fjársöfnunum góð- gerðastofnana er oft kallað á Pele, og er hann næstum óþreytandi að leggja ýmsum málum lið. Hann var t.d. á ferðinni í Lundúnum sl. haust og var þar aðalmaður í fjár- söfnun til kaupa á tækjum fyrir bamaspítala. Pele brá sér einnig í heimsókn á Middlesex Hospital í Lundúnum og ræddi þar við unga sjúklinga. M.a. hinn þriggja ára James Schul- ly, sem fannst mikið til koma þegar sjálf hetjan Pele „doktoreraði“ hann. 78

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.