Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Page 16

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Page 16
Jai-Choong Yoo Landslið íramtíða — íþróttablaðið ræðir við Jai-Choong Yoo landsliðsþjálfara Suður-Kóreu. Einn af snillingunura frá Suður-Kóreu sem komu svo mjög á óvart. Kang heitir pilturinn og setti hann nýtt markamet í Heimsmeistarakeppninni — skoraði 67 mörk. Texti: Gauti Grétarsson. Mynd: Kristján Kristjánsson. Það lið sem kom mest á óvart í heimsmeistarakeppninni í handknatt- leik var lið Suður-Kóreu. Þegar íslend- ingar mættu þeim komu Kóreubúarnir okkur oft í opna skjöldu með mjög hreyfanlegum varnarleik. Hvað eftir annað komust Kóreumenn inn í send- ingar okkar manna, breyttu vörn í sókn og skoruðu mörk eftir skyndiupp- hlaup. Sóknarleikur þeirra var illvið- ráðanlegur og minnti stundum helst á sirkus. Sannaðist á þeim hið fom- kveðna að margur er knár þótt hann sé smár. Eins og sagt er á handknattleiks- máli plötuðu þeir okkar menn hvað eftir annað upp úr skónum. Eftir leikinn ræddi blaðamaður íþróttablaðsins við þjálfara Kóreu- manna Jai-Choong Yoo og spurði hann um handknattleik í Suður-Kóreu. „Handknattleikur er ekkert sérstak- lega ung íþróttagrein í Kóreu,“ sagði Yoo. „Við stofnuðum handknattleiks- samband þegar árið 1954 og árið 1960 gerðumst við félagar í Alþjóðahand- knattleikssambandinu IHF. Það var þó ekki fyrr en árið 1963 að við breyttum íþróttinni í nútímalegt horf hjá okkur. Það er mjög kostnaðarsamt fyrir okkur að fara til Evrópu og leika þar hand- knattleik og því höfum við haft mest samskipti við Japan á þessu sviði. ALDREI FYRR LEIKIÐ VIÐ LANDSLIÐ FRÁ EVRÓPU Árið 1970 tókum við þátt í for- keppni fyrir heimsmeistarakeppnina en töpuðum fyrir Japönum. Árið 1984 fengum við tækifæri til þess að taka þátt í Ólympíuleikunum vegna þess að austantjaldsliðin hundsuðu leikana. Þetta var í fyrsta sinn sem við mættum landsliðum frá Evrópu í keppni. Við höfnuðum í 11. sæti en kvennalið okk- 16

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.