Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 46
Njáll Eiðsson
aftur til Þróttar. Þegar ég fór síðan í Kennaraháskól-
ann nennti ég þessum flækingi ekki lengur og fór í
Val. Mig langaði í gott lið og lék ég með Val í þrjú
sumur. Síðan lá leið mín norður í kennslu og Iék ég
með KA tvö sumur. Næsta sumar verð ég svo með
Einherja“.
Aldrei unnið til alvöru titla
Þrátt fyrir að hafa Ieikið um 250 meistaraflokks-
leiki á 11 ára ferli hefur Njáll aldrei unnið til alvöru
titla. Hann hefur orðið Reykjavíkurmeistari í innan-
hússknattspymu og unnið Akureyrarmótið með KA
en þar með er sagan sögð. Hann segist eiga heims-
met í ferðalögum með landsliðinu miðað við leikja-
Qölda. Tvisvar sinnum hefur hann leikið í Kuwait þar
sem landsliðið gerði 0-0 jafntefli. Sigur hefur hann
borið úr býtum 2-1 gegn Saudi-Arabíu en gegn Wales
tapaði landsliðið 1-2 á útivelli 1984. En ætli hann sé
svekktur með hversu fáa landsleiki hann hefur leik-
ið.„Þetta eru fleiri leikir en ég átti von á að fá að spila
í upphafi“.
Gæti átt 4-5 ár eftir á toppnum
Eðlilega vekur það upp spurningar þegar leik-
menn sem geta átt fjöldamörg ár eftir í l.deild og
jafnvel leikið með landsliðinu snúa sér að þjálfun.
Það er heldur engin spurning að Njáll myndi styrkja
hvaða lið á landinu sem væri. En því ekki að vera á
toppnum?,, „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að
þjálfa og veit jafnframt að lið úti á landi eru að Ieita
að þjálfara sem getur jafnframt leikið með. Þetta gæti
verið stökkpallur íyrir mig inn í þjálfun og auðveldað
mér hlutina í framtíðinni. Svo er það frekar fátítt að
geta sameinað vinnu og áhugamál og fá vel borgað
íyrir. Kennarar eru ekki það vel Iaunaðir þannig að
þetta drýgir tekjurnar. Ég geri mér alveg grein fyrir
því að knattspyrnan í 2. deild er lakari en í 1. deild og
tapa ég á því sem leikmaður. Hins vegar held ég að ég
sé ekki að eyðileggja neitt fýrir mér því ég get snúið
aftur í 1. deild ef ég er sæmilega vel á mig kominn. Ég
gæti þess vegna átt 4—5 ár eftir hvað íslenska topp-
knattspyrnu varðar. Dæmin sýna að þetta er hægt —
sjáðu Ásgeir Elíasson".
Njáll er kannski enginn nýgræðingur hvað þjálfun
varðar því hann hefur starfað með nokkrum yngri
aldurshópum. Frumraunin var hjá Þrótti Neskaup-
stað og eru tveir af efnilegustu knattspyrnumönnum
íslands lærisveinar hans. Það eru Þorsteinn Halldórs-
son og Ólafur Viggósson sem leika með unglinga-
landsliði íslands. Síðastliðið sumar gerði Njáll 6.flokk
KA að íslandsmeisturum auk þess sem þeir sigruðu á
öllum mótum norðanlands.
Engin aðstaða — rétt hugarfar
í vetur starfar Njáll sem kennari í Reykjavík og því
er forvitnilegt að vita hvernig hann stjórnar liði á
Njáll ásamt þjálfara Vals 1981 — Jiri Pesek.
Vopnafirði á undirbúningstímanum. „Þeir vissu alveg
að hverju þeir gengu þegar þeir réðu mig. Auðvitað
er þetta slæmt því hópurinn er mjög tvístraður. Þrír
leikmenn eru í Reykjavík, einn í Vestmannaeyjum,
einn á Laugum og hinir á Vopnafirði. Þeir virðast
vera orðnir vanir að fá þjálfara seint á vorin enda
kannski ekki ástæða að koma fýrr því aðstæður til
knattspyrnuiðkunar eru engar fyrr en seint á vorin.
Enginn malarvöllur er á Vopnafirði einungis 30x60
metra skólaport. Einu mögulegu aðstæðurnar er
flugvöllurinn en þeir hafa ekki nýtt sér hann. Ekkert
íþróttahús er á staðnum, þar af leiðandi engin lyft-
ingatæki og er því fátt annað að gera en að hlaupa.
Reyndar geta þeir fengið að sprikla aðeins í sam-
komuhúsinu. VopnaQörður er gott dæmi þess að
aðstaðan hefur ekki allt að segja heldur hugarfarið
sem liggur að baki æfingunum. Mörg stærri byggðar-
lög hafa mun betri aðstöðu en eiga ekki 2.deildarlið.
Á Vopnafirði búa um 700 manns og koma 15-17 leik-
menn til með að æfa. Þeir hafa aldrei byggt liðið upp
á aðkomumönnum. Leikmenn sjá sjálfir um alla fjár-
öflun og rekstur knattspyrnudeildarinnar. Þeir afla
fjár með því að hreinsa sorp og stunda útskipanir.
Komið hefur fyrir að þeir hafa lent í útskipun nóttina
fyrir leik“.
Stöðnun á möl
Keppnisvöllur Einherja er grasvöllur eða tún eins
og sumir vilja meina og er hann sjaldan leikhæfur fyrr
en í júní. Einherji leikur því jafnan fyrstu leikina í ís-
landsmótinu á útivelli og komið hefur fyrir að fyrstu
6-7 Ieikirnar hafi verið útileikir. Það er kannski slá-
andi dæmi að Einherji er eina liðið á Austfjörðum
sem leikur í 2.deild — eflaust sökum þess að liðið
46